Framsækni - örugg tjáning

Framsækni - örugg tj+áning

Í námskeiðinu færð þú hagnýta þjálfun í að koma fram af öryggi. Farið verður í gegnum eftirfarandi þætti:

  • Að tjá sig af öryggi
  • Að koma vel fram í ræðustóli
  • Örugg framkoma á fundum og fjölmiðlum – hvað einkennir þá bestu?
  • Að koma vöru og/eða þjónustu á framfæri
  • Samskiptafærni
  • Örugg framkoma – upptökur og verkefni
  • Tjáning

Fyrir hverja, þátttökugjald, umsóknir, forkröfur og einingar

Námskeiðið hentar vel öllum þeim sem vilja fá hagnýta þjálfun í að koma fram af öryggi.

Þátttökugjald er 78.000 kr. 

Gerð er krafa um stúdentspróf eða sambærilega menntun, t.d. úr Háskólagátt Háskólans á Bifröst.

Námskeiðið veitir 2 ECTS einingar á grunnnámsstigi.

Fyrirkomulag

Námskeiðið er kennt í lotubundnu fjarnámi. Námskeiðið stendur yfir í sex vikur og nemendur mæta í eina vinnustofu á Bifröst. Kennsla hefst 19. maí 2023 og stendur til 30. júní 2023. Vinnustofa á Bifröst verður helgina 10.-11. júní. Til viðbótar hittast þátttakendur í Reykjavík og taka þátt í reglulegum Teams fundum. 

Kennari

Kennari námskeiðsins er Sirrý Arnardóttir. Sirrý á að baki 30 ára farsælan feril í fjölmiðlum. Hún stýrði útvarps- og sjónvarpsþáttum um árabil, ritstýrði tímariti, starfaði sem blaðamaður og við almannatengsl. Er með próf í félags- og fjölmiðlafræði frá Háskóla Íslands og sótti framhaldsnám á vegum Utanríkisráðuneytisins hjá bandarískri fjölmiðlasamsteypu víðs vegar um Bandaríkin. Hefur skrifað 8 bækur m.a. ,,Örugg tjáning – betri samskipti”. Sirrý hefur rekið sig sem fyrirtæki í fjölda ára, verið framkvæmdastjóri góðgerðasamtaka, haldið fyrirlestra og námskeið víða um land og á Spáni og kennt við Háskólann á Bifröst síðan 2008. www.sirry.is

Styrkir

Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.

Umsóknarfrestur

Umsóknarfrestur er til 4. maí.

Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is.

Hér má sjá nánari upplýsingar um Endurmenntun til eininga við Háskólann á Bifröst

 

Skráning


Stjörnumerkta (*) reiti verður að fylla út.