Þjálfun og þróun

Í námskeiðinu er byggð upp þekking þátttakenda á ýmsum ferlum og aðferðum sem notuð eru í fyrir­tækjum og stofnunum til að þjálfa og þróa mannauðinn. Farið er ítarlega yfir helstu þætti stefnumiðaðrar stjórnunar fræðslumála, s.s. þarfagreiningu, hönnun náms, framkvæmd og innleiðingu og mat á árangri fræðslu. Þá eru helstu hugtök og kenningar um nám og lærdóm kynnt og m.a. fjallað um ólíkar aðferðir og tækni sem beita má og komið inn á móttöku nýliða, stjórnendaþjálfun og fullorðinsfræðslu.

Sjá nánar kennsluskrá

Fyrir hverja, þátttökugjald, umsóknir, forkröfur og einingar

Námskeiðið er fyrir þá sem vilja öðlast innsýn og skilning á því hvernig hafa má áhrif á uppbyggingu þekkingar, færni og á framgang mannauðs í fyrirtækjum og stofnunum.

Þátttökugjald er kr. 141.966. Tekið er við umsóknum á umsóknarvef háskólans. 

Gerð er krafa um grunnnám á háskólastigi.

Námskeiðið veitir 6 ECTS einingar á meistarastigi.

Námskeiðslýsing

Námskeiðið er kennt í lotubundnu fjarnámi. Námskeiðið stendur yfir í sjö vikur, þar af sex kennsluvikur og eina námsmatsviku. Nemendur mæta í eina vinnustofu á Bifröst. Kennsla hefst 4. janúar 2022 og stendur til 18. febrúar 2022. Vinnustofa á Bifröst verður helgina 27. – 30. janúar.

Kennari

Kennari námskeiðsins er Arney Einarsdóttir, dósent við Háskólann á Bifröst.

Styrkir

Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.

Umsóknarfrestur

Umsóknarfrestur er til 10. desember 2021.

Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is.

SÆKJA UM

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta