Líkt og kynlíf og súkkulaði?
Menning, lýðræði og endalok listanna
Hvernig hefur gengið að lýðræðisvæða listirnar? Er það eftirsóknarvert í sjálfu sér, eða er nóg að við segjum að allir hafi aðgang? Hafa allir jafnan aðgang að listum og menningu? Og hvað myndi það þýða ef svo væri? Þessar og fleiri spurningar um aðgengi og áhorfendaþróun menningarstofnana fjallar rannsakandinn og ráðgjafinn Steven Hadley í erindí Norræna húsinu 30. maí nk. kl. 16:00-18:00. Erindi sitt nefnir nefnir Steven Líkt og kynlíf og súkkulaði? Menning, lýðræði og endalok listanna. Sjá frétt um viðburðinn.
Að erindinu loknu taka þátt í hringborðsumræðum Arna Kristín Einarsdóttir skrifstofustjóri menningar og fjölmiðla í menningar- og viðskiptaráðuneytinu, Gitte Grønfeld Wille, framkvæmdastjóri Norrænu menningargáttarinnar (Nordisk kulturkontakt), Sabina Westerholm, forstjóri Norræna hússins í Reykjavík og Njörður Sigurjónsson, prófessor við Háskólann á Bifröst. Öll eru velkomin en eru beðin um að skrá þátttöku sína hér að neðan.