Dásamlegur kalkúnn verður á jólahlaðborðinu okkar í ár og er óhætt að segja að sannkallað hlaðborð bíði þeirra sem hafa skráð sig laugardagskvöldið 25. nóvember nk. Hér verður farið yfir það sem gott er að vita fyrir kvöldið.

Kalkúnaveislan er í Hlégarði sem var upphaflega reist sem félagsheimili Mosfellinga en hefur gengið í endurnýjun lífdaga sem vinsælt samkomuhús.

Húsið opnar kl. 18:00 með fordrykk og ljúfri tónlist.

Kalkúnaveislan er í glæsilegum þakkargjörðarstíl og hefst um kl. 19:30. Verða gljáðar kalkúnabringur á veisluborðinu með öllu tilheyrandi, eins og sætkartöflumús, bakaðri fyllingu og kremaðri kalkúnasósu. Mmmm….

Í eftirrétt er ris á la mandle með kirsuberjasósu, súkkulaðiköku og rjóma.

Þá mun uppistandarinn Jakob Birgis fara með gamanmál í sönnum jólaanda eins og uppistöndurum er einum lagið.  Veislustjóri er Ásthildur Elva Bernharðsdóttir. Við ljúkum svo kvöldinu um kl. 23:30.

Góða skemmtun.