Straumlínustjórnun Námskeið
Endurmenntun

Straumlínustjórnun

6 ECTS einingar á grunnnámsstigi

Umsóknarfrestur er til 14. ágúst
75.000 kr.
18. ágúst - 4. október
7 vikna námskeið
Sigurður Blöndal

Straumlínustjórnun

Markmið námskeiðsins er tvíþætt. Í fyrsta lagi að kynna fyrir þátttakendum helstu kenningar og aðferðir sem þróaðar hafa verið á sviði straumlínustjórnunar. Hins vegar að þeir öðlist góðan skilning á verkfærakistu straumlínustjórnunar eins og, 5S, VSM, PDSA og A3 sem og hvað þurfi að vera til staðar til að innleiðingu straumlínustjórnunar (LEAN) verði árangursrík og nái fótfestu.
Nýttir verða fjölbreyttir kennsluhættir; fyrirlestrar, umræður, verkefnavinna, þar sem leitast er við að ýta undir áhuga, virkni og þátttöku þátttakenda.

Sjá nánar í kennsluskrá

Fyrir hverja, þátttökugjald, forkröfur og einingar

Námskeiðið er fyrir þá sem vilja læra aðferðir straumlínustjórnunar 

Þátttökugjald er 75.000kr.

Gerð er krafa um stúdentspróf eða sambærilega menntun, t.d. úr Háskólagátt Háskólans á Bifröst.

Námskeiðið veitir 6 ECTS einingar á grunnnámsstigi.

Fyrirkomulag

Námskeiðið er kennt í lotubundnu fjarnámi. Námskeiðið stendur yfir í sjö vikur og nemendur mæta í eina vinnustofu. Kennsla hefst 18. ágúst og er til 27. september 2025. Um fjögurra stunda vinnustofa verður á tímabilinu 4.-7. september en nánari tímasetning og staðsetning er kynnt í námskeiðinu. Námsmat fer fram dagana 28. september - 4. október.

Kennari

Kennari námskeiðsins er Sigurður Blöndal

Styrkir

Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.

Umsóknarfrestur og skráning

Umsóknarfrestur er til 14. ágúst 2025. 

Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is

 

Skráning


Stjörnumerkta (*) reiti verður að fylla út.