Stafræn fatahönnun
Námið veitir ekki einingar
490.000 kr.
Fjögur sex vikna námskeið
Björg Ingadóttir
Stafræn fatahönnun
Markmið námsins er að nemendur geti nýtt aðferðir stafrænnar fatahönnunar til að koma hugmyndum sínum um tísku í framkvæmd. Þeir læra um hönnun, stafræna sníðagerð, undirbúning fyrir framleiðslu og stíliseringu. Að loknu námi hafa nemendur góðan grunn í fatahönnunar aðferðum með stafrænni tækni.
Þeir sem ættu að hafa áhuga á námskeiði eins og þessu eru t.d útskrifaðar fatahönnuðir, bæði þeir sem eru á vinnumarkaði og þeir sem vilja endurmenntun til að styrkja stöðu sína á atvinnumarkaði. Námið gæti einnig höfðað til klæðskera sem eru í námi og vilja tileinka sér nýjustu aðferðir. Eins þeir sem hafa lokið námi í framhaldsskóla úr fatahönnun, tölvuleikjagerð, iðnnámi eða listnámi og huga að frekara hönnunarnámi. Boðið verður tveggja klukkustunda Teams fund einu sinni í viku þar sem stjórnandi námsleiðarinnar leiðbeinir nemendum og aðstoðar í verkefnum.
Stjórnandi námsleiðarinnar er Björg Ingadóttir hjá Spaksmannspjörum, einn fremsti fatahönnuður hér á landi.
Námsleiðin samanstendur af eftirfarandi fjórum námskeiðum:
- Grunnnámskeið í stafrænni hönnun kennt í lotu I á haustmisseri 2025
- Stafræn fatahönnun - Hönnun og frumgerðir kennt í lotu II á haustmisseri 2025
- Stafræn fatahönnun - Undirbúningur fyrir framleiðslu kennt í lotu I á vormisseri 2026
- Stafræn fatahönnun - Stílfærsla á stafrænum fatnaði og fagurfræðileg kynning kennt í lotu II á vormisseri 2026
Fyrir hverja, þátttökugjald og aðgangsviðmið
Námskeiðin nýtast til dæmis útskrifuðum fatahönnuðum, klæðskerum, fólki sem hefur lokið námi í tölvuleikjagerð og öðrum sem vilja kynna sér aðferðir stafrænnar fatahönnunar.
Þátttökugjald er 490.000 kr.
Sjá frekari upplýsingar og kynningarmyndbönd hér.
Fyrirkomulag
Námskeiðin eru kennd í lotubundnu fjarnámi. Hvert námskeið stendur yfir í sex vikur. Boðið verður tveggja klukkustunda Teams fund einu sinni í viku þar sem stjórnandi námsleiðarinnar leiðbeinir nemendum og aðstoðar í verkefnum.
Kennari
Kennari námskeiðanna er Björg Ingadóttir.
Styrkir
Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.
Umsóknarfrestur og skráning
Umsóknarfrestur er til 10. ágúst 2025
Í umsóknargátt velur þú námskeiðið Grunnnámskeið í stafrænni hönnun, og svo verður þú skráð/ur í hin námskeiðin.
Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is.