Persónuverndarréttur og upplýsingaöryggi Námskeið
Endurmenntun

Persónuverndarréttur og upplýsingaöryggi

6 ECTS einingar á meistarastigi.

Umsóknarfrestur er til 14. ágúst 2025
75.000 kr
18. ágúst - 4. október
7 vikna námskeið
Valborg Steingrímsdóttir

Persónuverndarréttur og upplýsingaöryggi

Námskeiðið snýr að persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, einkum með hliðsjón af lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga sem byggð eru á persónuverndarreglugerð Evrópusambandsins. Fjallað verður um undirstöðureglur, þ. á m. heimildir til vinnslu almennra og viðkvæmra persónuupplýsinga og þær meginreglur sem ávallt skal fylgja við vinnslu persónuupplýsinga. Vikið verður að réttindum einstaklinga gagnvart þeim sem vinna persónuupplýsingar þeirra og þær leiðir sem einstaklingar geta farið ef þeir telja á sér brotið. Jafnframt verður vikið að skyldum ábyrgðaraðila og vinnsluaðila og fjallað um heimildir flutninga persónuupplýsinga yfir landamæri.

Sjá kennsluskrá hér.

Fyrir hverja, þátttökugjald, umsóknir, forkröfur og einingar

Námskeiðið er hugsað fyrir þá sem vilja geta tekið þátt í faglegu samsatfi um réttarsviðið, tjáð sig skriflega og munnlega á markvissann og skýran hátt um greiningu, mat og úrlausn á lögfræðilegra álitaefna á réttarsviðinu.

Þátttökugjald er 75.000 kr 

Gerð er krafa um grunnnámsgráðu. 

Námskeiðið veitir 6 ECTS einingar á meistarastigi.

Fyrirkomulag

Námskeiðið er kennt í lotubundnu fjarnámi. Námskeiðið stendur yfir í sjö vikur og nemendur mæta í eina vinnustofu á Vesturlandi. Kennsla hefst 18. ágúst 2025 og stendur til 4.október 2025. Ein fjögurra stunda vinnustofa verða haldin á Bifröst á tímabilinu 4. - 7. september 2025 en nánari tímasetning er kynnt í námskeiðinu. Námsmat fer fram dagana 28. september - 4. október.  

Kennari

Kennari námskeiðisins er Valborg Steingrímsdóttir stundakennari við Háskólann á Bifröst.

Styrkir

Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.

Umsóknarfrestur

Umsóknarfrestur er til 14. ágúst 2025

Vinsamlegast láttu fylgja gögn í viðhengi sem sýna að þú uppfyllir aðgangsviðmið. 

Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is

 

Skráning


Stjörnumerkta (*) reiti verður að fylla út.