Innra eftirlit og regluvarsla
Námið er samtals 24 ECTS einingar og samanstendur af fjórum námskeiðum sem eru 6 ECTS einingar hvert.
300.000 kr
Fjögur sjö vikna námskeið
Petra Baumruk, Elín H Jónsdóttir, Erna Sigurðardóttir, Thelma Christel Kristjánsdóttir, Rut Gunnarsdóttir og Sif Einarsdóttir
Innra eftirlit og regluvarsla
Stjórnendur bera síaukna ábyrgð á upplýsingagjöf fyrirtækja út á við; til hluthafa og annarra haghafa jafnt sem opinberra eftirlitsaðila og út á fjármálamarkað. Með aukinni ábyrgð stjórnenda eykst krafan um gæði upplýsinga og reglufylgni innan fyrirtækis. Regluvarsla og innra eftirlit færist því í vöxt innan stærri jafnt sem smærri fyrirtækja og sérfræðinga með fjölbreyttan bakgrunn og menntun þarf til að sinna því hlutverki.
Í þessari námslínu öðlast nemendur þekkingu á grundvallar aðferðafræði lögfræðinnar auk þess sem fjallað er um hlutverk regluvarða og starfsemi innra eftirlits. Þá felur námsleiðin í sér ítarlega yfirferð yfir lögfræði fjármálamarkaðar, bæði stofnanaumhverfi hans og verðbréfamarkaðsrétt.
Námslínan hentar fyrir þau sem starfa í íslensku atvinnulífi á sviði regluvörslu og innra eftirlits beint eða óbeint eða hafa áhuga á slíkum störfum.
- Inngangur að lögfræði – Lota 1 haustönn
- Innra eftirlit og regluvarsla – Lota 2 á haustönn
- Fjármálamarkaðsréttur 1 – Lota 1 vorönn
- Fjármálamarkaðsréttur 2 – Lota 2 vorönn
Fagstjóri námsins er Elín H. Jónsdóttir