Innra eftirlit - Innri endurskoðun og regluvarsla Námskeið
Endurmenntun

Innra eftirlit - Innri endurskoðun og regluvarsla

6 ECTS einingar á meistarastigi.

Umsóknarfrestur til 8. október 2025
75.000 kr
13. október - 1. desember
7 vikna námskeið
Rut Gunnarsdóttir og Sif Einarsdóttir

Innra eftirlit - Innri endurskoðun og regluvarsla

Í námskeiðinu er helstu hugtökum, skilgreiningum og bestu framkvæmd innra eftirlits, innri endurskoðunar og regluvörslu gerð skil með tilvísun í alþjóðleg viðmið og staðla þar sem það á við. Farið er yfir grundvallaratriði innra eftirlits, starfsemi innri endurskoðunar og regluvörslu bæði í fjármálafyrirtækjum og í öðrum rekstri. Námskeiðinu er ætlað að auka skilning nemenda á tilgangi innra eftirlits og starfsemi eftirlitseininga í stærri fyrirtækjum og mikilvægi fyrir árangur og langlífi fyrirtækja og stofnana. Í námskeiðinu verður farið yfir stjórnarhætti, siðareglur og hagsmunaárekstra. Þá verður vaxandi hlutverki regluvarða og innri endurskoðenda gerð skil sem og þeim áskorunum sem fylgja þessum störfum. Farið verður yfir raundæmi, staðla og leiðbeinandi reglur á sviðinu ásamt tilvísun í helstu réttarheimildir, dóma og dæmi. Farið verður yfir nauðsynlegar forvarnir gegn sviksemi innan fyrirtækja eins og aðgreiningu hlutverka. Loks verða tekin raundæmi af skipulagi og uppbyggingu þessara eininga bæði innan stærri fyrirtækja sem og í smærri/einfaldari rekstri.

Sjá kennsluskrá hér. 

Fyrir hverja, þátttökugjald, umsóknir, forkröfur og einingar

Þátttökugjald er 75.000 kr 

Gerð er krafa um að hafa lokið háskólanámi á grunnnámsstigi.

Námskeiðið veitir 6 ECTS einingar á meistarastigi.

Fyrirkomulag

Námskeiðið er kennt í lotubundnu fjarnámi. Námskeiðið stendur yfir í sjö vikur og nemendur mæta í eina staðlotu á Vesturlandi. Kennsla hefst 13. október og stendur yfir til 1. desember 2025. Staðlota verður haldin dagana 6. - 9. nóvember og koma frekari upplýsingar síðar. 

Kennari

Kennarar námskeiðisins eru Rut Gunnarsdóttir og Sif Einarsdóttir 

Styrkir

Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.

Umsóknarfrestur og skráning

Umsóknarfrestur er til 8. október 2025. 

Vinsamlegast láttu fylgja gögn í viðhengi sem sýna að þú uppfyllir aðgangsviðmið. 

Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is.

 

Skráning


Stjörnumerkta (*) reiti verður að fylla út.