Inngangur að samningarétti
3 ECTS einingar á grunnnámsstigi
125.000 kr
7 vikna námskeið
Unnar Steinn Bjarndal Björnsson
Inngangur að samningarétti
Á námskeiðinu verða lykilhugtök samningaréttar kynnt til sögunnar og jafnframt fjallað um valdar meginreglur samningaréttar. Þá verður fjallað um þau meginsjónarmið sem gilda um túlkun samninga. Lögð er áhersla á að kennsla á námskeiðinu sé praktísk og byggi á mörgum raunhæfum verkefnum. Þá er kappkostað að fjallað verði um samningarétt frá því sjónarhorni að nemendur skilji mismunandi túlkunaraðferðir og geti séð fyrir möguleg ágreiningsefni við túlkun samninga.
Fyrir hverja, þátttökugjald, umsóknir, forkröfur og einingar
Námskeiðið er hugsað fyrir þá sem vilja öðlast færni í að beita helstu meginreglum samningaréttar við samningagerð og miðla þeirri þekkingu á hagnýtan hátt.
Þátttökugjald er 125.000 kr.
Gerð er krafa um stúdentspróf eða sambærileg menntun, t.d. úr Háskólagátt Háskólans á Bifröst.
Námskeiðið veitir 3 ECTS einingar á grunnnámsstigi.
Fyrirkomulag
Námskeiðið er kennt í lotubundnu fjarnámi. Námskeiðið stendur yfir í sjö vikur og nemendur mæta í eina vinnustofu á Vesturlandi. Kennsla hefst 18. ágúst 2025 og stendur til 4.október 2025. Ein fjögurra stunda vinnustofa verða haldin á Bifröst á tímabilinu 4. - 7. september 2025 en nánari tímasetning er kynnt í námskeiðinu. Námsmat fer fram dagana 28. september - 4. október.
Kennari
Kennari námskeiðisins er Unnar Steinn Bjarndal Björnsson lektor við Háskólann á Bifröst.
Styrkir
Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.
Umsóknarfrestur
Umsóknarfrestur er til 14. ágúst 2025
Vinsamlegast láttu fylgja gögn í viðhengi sem sýna að þú uppfyllir aðgangsviðmið.
Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is