Hagnýt hönnunarhugsun Námskeið
Endurmenntun

Hagnýt hönnunarhugsun

6 ECTS einingar á grunnnámsstigi. Kennt á ensku.

Umsóknarfrestur til 10. ágúst 2025
125.000 kr
18. ágúst - 1. desember
Heilt misseri
Arnar Sigurðsson og Michael Hendrix

Hagnýt hönnunarhugsun

Námskeiðið er kennt á ensku. 

Með verkefnamiðaðri kennsluaðferð læra nemendur kenningar og hagnýtar aðferðir hönnunarhugsunar, nýsköpunarnálgun sem þróaðist innan skapandi greina. Námskeiðið kannar hvernig hönnunarhugsun er nýtt í þróun nýsköpunarverkefna og fjallað er um stjórnun og stefnumörkun með þessari aðferðafræði. Nemendur læra að beita hönnunarhugsun með því að nýta hana við að framkvæma verkefni yfir loturnar tvær.

Sjá nánar kennsluskrá

Fyrir hverja, þátttökugjald, umsóknir, forkröfur og einingar

Námskeiðið er fyrir þá sem vilja öðlist færni í skilningi á nýsköpun með hjálp hönnunarhugsunar.

Þátttökugjald er 125.000 kr

Gerð er krafa um stúdentspróf eða sambærileg menntun, t.d. úr Háskólagátt Háskólans á Bifröst.

Kennt á ensku.

Námskeiðið veitir 6 ECTS einingar á grunnnámsstigi.

Fyrirkomulag

Námskeiðið er kennt í lotubundnu fjarnámi. Kennsla hefst 18. ágúst 2025 og stendur yfir til 1. desember 2025. 

Styrkir

Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.

Umsóknarfrestur

Umsóknarfrestur er til 8. ágúst 2025

Vinsamlegast láttu fylgja gögn í viðhengi sem sýna að þú uppfyllir aðgangsviðmið. 

Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is.

 

Skráning


Stjörnumerkta (*) reiti verður að fylla út.