Gæðastjórnun
12 ECTS einingar á grunnnámsstigi
490.000 kr
Fjögur sex vikna námskeið
Einar Svansson og Sigurður Harðarson
Gæðastjórnun
Í námsleiðinni munu nemendur kynnast helstu aðferðum við gæðastjórnun sem geta nýst í fyrirtækjum sem vilja nota aðferðir gæðastjórnunar, hvort sem þeir stefna á vottun, eru að vinna í kerfi sem þegar er vottað eða vilja beita aðferðum gæðastjórnunar án þess að stefna á vottun. Rýnt verður í aðferðir sem hafa reynst vel í rekstri gæðastjórnunarkerfa.
Rætt verður líka um túlkanir á kröfum staðla fyrir mismunandi fyrirtæki og atvinnugreinar og um tengsl vottana og árangurs.
Nemendur kynnast helstu straumum og stefnum um gæðastjórnun og tengslum þeirra. Þeir læra hagnýtar aðferðum sem nýtast í gæðastjórnun og stjórnun almennt. Þeir læra um gerð og uppbyggingu gæðastjórnunarkerfa og fá þjálfun í framkvæmd mats og innri úttekta.
Áhersla er á verkefnadrifið námsmat þar sem þátttakendur vinna raunhæf verkefni sem þeir geta nýtt beint í störfum sínum. Nemendur fá leiðbeinandi endurgjöf á verkefnin sín.
Námsleiðin samansendur af eftirfarandi fjórum námskeiðum:
- Inngangur að gæðastjórnun (3 ECTS)
- Verkfærakista gæðastjórans (3 ECTS)
- Gerð gæðastjórnunarkerfis (3 ECTS)
- Framkvæmd mats og úttekta (3 ECTS)
Þátttakendur geta nýtt einingarnar sem hluta af BS námi við Viðskiptadeild Háskólans á Bifröst.
Fyrir hverja, þátttökugjald og aðgangsviðmið
Námskeiðin nýtast stjórnendum, gæðastjórum og þeim sem vinna að gæðamálum fyrirtækja og stofnana. Það nýtist til dæmis þeim sem vinna að innleiðingu gæðakerfa, jafnlaunakerfa og grænna skrefa.
Aðgangsviðmið eru að hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegri menntun, t.d. úr Háskólagátt Háskólans á Bifröst. Möguleiki er á að taka námsleiðina ekki til eininga, og þá eru ekki aðgangsviðmið.
Námsleiðin er örnám á grunnámsstigi og fá þátttakendur staðfestingu við lok námsleiðarinnar. Sjá nánar um örnám hér.
Fyrirkomulag
Námskeiðin eru kennd í lotubundnu fjarnámi. Hvert námskeið stendur yfir í sex vikur og ein fjögurra stunda vinnustofa með kennurum og samnemendum er í hverju námskeiði.
Kennarar
Kennarar námskeiðanna eru Einar Svansson og Sigurður Harðarson.
Styrkir
Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi
Skráning
Áætlað er að námið verði næst kennt árið 2025, en nánari dagsetningar verða kynntar síðar.
Vinsamlegast láttu fylgja gögn í viðhengi sem sýna að þú uppfyllir aðgangsviðmið, ætlir þú að taka námskeiðin til eininga. Í umsóknargátt velur þú námskeiðið Inngangur að gæðastjórnun, og svo verður þú skráð/ur í hin námskeiðin.
Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is.