Efnahagssamruni Evrópu Námskeið
Endurmenntun

Efnahagssamruni Evrópu

6 ECTS einingar á grunnnámsstigi

Umsóknarfrestur er til 14. ágúst
75.000 kr
18. ágúst - 4. október
7 vikna námskeið
Dr. Magnús Árni Skjöld

Efnahagssamruni Evrópu

Í námskeiðinu er efnahags- og stjórnmálasamstarf Evrópuþjóða tekið til skoðunar. Fjallað erum sögulega þróun samstarfsins og helstu stefnumál Evrópusambandsins svo sem tollabandalagið innri markaðinn og tilkomu Efnahags- og myntbandalags Evrópu. Þá er rættum stofnanalega uppbyggingu ESB og það reglugerðaverk sem samstarfið hvílir á. Loks er að koma Íslands að efnahagssamvinnu Evrópu greind í gegnum EFTA-samstarfið og EES samninginn auk þess sem fjallað verður um yfirstandandi aðildarsamninga við Evrópusambandið.


Námskeiðið er fyrir þá sem hafa áhuga á stjórnmálum. Nánari upplýsingar um námskeiðið má finna í kennsluskrá.

Þátttökugjald er kr. 75.000 kr. 

Gerð er krafa um stúdentspróf eða sambærileg menntun, t.d. úr Háskólagátt Háskólans á Bifröst.

Námskeiðið veitir 6 ECTS einingar á grunnnámsstigi.

Fyrirkomulag

Námskeiðið er kennt í lotubundnu fjarnámi. Námskeiðið stendur yfir í sjö vikur og nemendur mæta í eina vinnustofu. Kennsla hefst 18. ágúst 2025 og stendur til 4. október 2025. Um fjögurra stunda vinnustofa verður á tímabilinu 4. - 7. september, en nánari tímasetning er kynnt í námskeiðinu. 

Kennari

Kennari námskeiðsins er dr. Magnús Árni Skjöld. Magnús er dósent við Háskólann á Bifröst. Hann hefur starfað sem pólitískur ráðgjafi fyrir borgaralegan sendifulltrúa NATO í Afganistan, sem rektor og aðstoðarrektor Háskólans á Bifröst, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands og sem ráðgjafi og partner hjá Capacent. Magnús sat á Alþingi sem 15. þingmaður Reykvíkinga 1998-1999. Hann er með doktorspróf í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands, MPhil gráðu í Evrópufræði frá Cambridge háskóla í Englandi, MA gráðu í alþjóða- og þróunarhagfræði frá University of San Francisco í Bandaríkjunum og hefur lokið MMus námi í tónsmíðum við Listaháskóla Íslands.

Styrkir

Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.

Umsóknarfrestur og skráning

Umsóknarfrestur er til 14. ágúst 2025.

Vinsamlegast láttu fylgja gögn í viðhengi sem sýna að þú uppfyllir aðgangsviðmið. 

Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is.

 

Skráning


Stjörnumerkta (*) reiti verður að fylla út.