Tækni- og nýsköpunarréttur

Tækni- og nýsköpunarréttur

Við lifum á tímum umbyltinga sem hafa mikil áhrif á viðskiptalífið, störf lögfræðinga, dómsýslu og stjórnsýslu. Þátttakendur þjálfast í að koma auga á nýsköpunartækifæri í réttarkerfinu, stjórnsýslu eða viðskiptalífinu.  Í tækni- og nýsköpunarrétti fá nemendur tækifæri til að auka hæfni sína til að geta tekið þátt í móta framtíð lögfræðinnar, stjórnsýslu og viðskiptalífs.

Helstu efnisatriði:

Inngangur að nýsköpunar- og frumkvöðlafræðum. Framtíðarsýn á störf lögfræðinga; áhrif tækninýjunga á störf lögfræðinga. Kynning á rafrænni dóm- og stjórnsýslu. „Frá hugmynd að viðskiptalíkani/hugmyndaskýrslu“. Lög um Kríu, sprota- og nýsköpunarsjóð nr. 65/2020, lög um nýsköpunarsjóð atvinnulífsins nr. 61/1997, lög um opinberan stuðning við nýsköpun nr. 75/2007, lög um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki nr. 152/2009. Rafræn viðskipti, rafræn þjónusta og rafrænar undirskriftir. Löggjöf um viðskiptaleyndarmál nr. 131/2020, sbr. tilskipun 2016/943/ESB. Inngangur að persónuverndarrétti. Tjáningar- og prentfrelsi og samfélagsmiðlar.

Sjá nánari í kennsluskrá

Fyrir hverja, þátttökugjald, umsóknir, forkröfur og einingar

Námskeiðið hentar lögfræðingum og öðrum sem vilja auka þekkingu sína á tækni- og nýsköpunarrétti.

Þátttökugjald er 156.000 kr

Námskeiðið veitir 6 ECTS einingar á grunnnámsstigi eða meistarastigi. 

Þeir sem taka námskeiðið á grunnnámssstigi þurfa að hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegri menntun, t.d. úr Háskólagátt Háskólans á Bifröst. Þeir sem taka það á meistarastigi þurfa að hafa lokið háskólanámi á grunnnámsstigi. 

Fyrirkomulag

Námskeiðið er kennt í lotubundnu fjarnámi. Námskeiðið stendur yfir í sex vikur og nemendur mæta í eina vinnustofu á Bifröst. Kennsla hefst 19. maí 2023 og stendur til 30. júní 2023. Vinnustofa á Bifröst verður helgina 10.-11. júní.

Kennari

Kennari námskeiðsins er Unnar Steinn Bjarndal Björnsson.

Styrkir

Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.

Umsóknarfrestur

Umsóknarfrestur er til 4. maí 2023.

Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is.

Hér má sjá nánari upplýsingar um Endurmenntun til eininga við Háskólann á Bifröst

 

Skráning


Stjörnumerkta (*) reiti verður að fylla út.