Íslenska sem annað mál A.1.2
Námskeiðið er hluti af námsleið í íslensku sem annað mál, og hægt er að taka það stakt eða halda áfram á námsleiðinni.
Námskeiðið er á stigi A.1.2. á evrópska tungumálarammanum.
Í námskeiðinu er framburður æfður markvisst. Nemendur eru einnig þjálfaðir í lesskilningi og ritun mjög stuttra og einfaldra texta. Orðaforði um daglegt líf er æfður munnlega og skriflega með verkefnum.
Hér má sjá nánari upplýsingar um námsleið í íslensku sem annað mál
Fyrirkomulag
Námskeiðið er kennt í fjarnámi. Notast er við vendikennslu sem felur í sér að nemendur fá fyrirlestra, verkefni og æfingar á rafrænu formi og sækja síðan vikulega umræðu- og verkefnatíma með kennurum þar sem þeir fá þjálfun í tali og hlustun á íslensku. Gert er ráð fyrir að nemendur taki virkan þátt í samræðum í verkefna- og umræðutímum. Vikulegir tímar verða á miðvikudögum kl. 16:20. Nemendur geta búist við að verja 15-20 klst á viku í vinnu við námið.
Aðgangsviðmið
Gert er ráð fyrir að þeir sem hefji námskeiðið hafi grunn í íslensku sem samsvarar stigi A.1.1, þeir kunni helstu kveðjur, geti kynnt sig, þekki helstu persónufornöfn og eignarfornöfn, þekki frumtölur og geti svarað einföldustu spurningum. Umsækjendur taka stöðumat áður en þeir hefja námskeiðið. Gott er að hafa tekið námskeið hjá símenntunarmiðstöð eða æft sig t.d. á www.icelandiconline.com.
Kennari
Kennari námskeiðsins er Sigríður Kristinsdóttir
Verð
Verð fyrir námskeiðið er 18.750 kr.
Styrkir
Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi
Umsóknarfrestur og skráning
Umsóknarfrestur er til 14. ágúst 2023.
Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is
Hér má sjá nánari upplýsingar um Endurmenntun til eininga við Háskólann á Bifröst
Skráning
Skrá mig
Smelltu á hnappinn til að sæka um námskeið í Endurmenntun Háskólans á Bifröst.
Svona skráir þú þig á námskeið:
- Fylla þarf út umsóknareyðublað í umsóknargáttinni.
- Ef þú skráir þig í námskeið með aðgangsviðmið, þarftu að bíða eftir að samþykki berist með tölvupósti.
- Til að ljúka við skráningu þarf að ganga frá greiðslu í umsóknargátt og sækja um notendanafn fyrir innra kennslukerfi Háskólans á Bifröst, Uglu https://ugla.bifrost.is. Þar birtast allar upplýsingar um námskeiðið.
Nánari upplýsingar eru veittar á endurmenntun@bifrost.is eða í síma 433 3000.