Herferðir og kosningabarátta

Þessu námskeiði er ætlað að gefa nemendum innsýn í skipulagningu herferða og kosningabarátta. Sérstök áhersla verður á herferðir sem snúa að því að hafa áhrif á skoðanir almennings sem og pólitískar herferðir, innlendar og erlendar.

Farið verður yfir skipulagningu og undirbúning herferða.  Hvernig best er að nýta helstu miðla til að koma upplýsingum til almennings með góðum árangri, eigin miðla, samfélagsmiðla kostaða miðla og fjölmiðla. Einnig verður farið yfir meginþætti þess að velja sér markhóp og greina hann og móta kjarnaskilaboðum til þeirra líklegastir eru að fylkja sér um málstaðinn.

Farið verður yfir frægar kosningaherferðir sem ollu straumhvörfum í kosningafræðum. Nemendur læra jafnframt grunnatriði í gerð herferðaáætlana.

Sjá nánari í kennsluskrá

Fyrir hverja, þátttökugjald, umsóknir, forkröfur og einingar

Námskeiðið er fyrir þá sem hafa áhuga á að byggja upp þekkingu og færni til að skilja skipulagningu og helstu áhrifaþætti í því að byggja upp góða herferð.  En einnig hvernig kosningabaráttur og herferðir eru ólíkar á milli landa og svæða í heiminum. 

Þátttökugjald er kr. 149.000. Tekið er við umsóknum á umsóknarvef háskólans. 

Gerð er krafa um stúdentspróf eða sambærilega menntun, t.d. úr Háskólagátt Háskólans á Bifröst.

Námskeiðið veitir 6 ECTS einingar. Námskeiðið fæst metið inn í námsleiðir í grunnnámi í Félagsvísindadeild Háskólans á Bifröst.

Fyrirkomulag

Námskeiðið er kennt í lotubundnu fjarnámi. Námskeiðið stendur yfir í sjö vikur og nemendur næta í eina vinnustofu á Bifröst. Kennsla hefst 23. maí 2022 og stendur til 06. júlí 2022. Vinnustofa á Bifröst verður helgina 11. – 12. júní.

Kennari

Kennari námskeiðsins er Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, stundakennari við Háskólann á Bifröst.

Styrkir

Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.

Umsóknarfrestur

Umsóknarfrestur er til 6. maí 2022.

Allar nánari upplýsingar er hægt að fá með því að senda póst á simenntun@bifrost.is

SÆKJA UM