Endurmenntun við Háskólann á Bifröst

Endurmenntun Háskólans á Bifröst býður upp á fjölbreytt námskeið fyrir fólk sem vill taka forskot á framtíðina með því að efla þekkingu sína og hagnýta færni.

Mörg námskeiðanna eru einingabær og taka þátttakendur þátt í þeim samhliða nemendum háskólans. Aðgangsviðmið námskeiðanna eru í samræmi við námsleiðina sem námskeiðin falla undir og koma fram á upplýsingasíðu viðkomandi námskeiðs. Þátttakendur geta búist við að verja um 25-30 klukkustundum í vinnu við hverja einingu.

Einingarbær námskeið eru kennd í fjarnámi með einni fjögurra klukkustunda staðlotu á Bifröst og henta þau því einkar vel samhliða starfi eða öðru námi. Flest námskeiðanna eru sex vikur ásamt einni námsmatsviku, en einstaka námskeið er lengra.  Til viðbótar við einingabær námskeið býður Endurmenntun Háskólans á Bifröst upp á ýmis sérhæfð námskeið. Fyrirkomulag þeirra getur verið ólíkt eftir viðfangsefni og sum þeirra eru án aðgangsviðmiða og opin öllum eða sérsniðin að tilteknum markhópum.

Endurmenntun Háskólans á Bifröst tekur einnig að sér þróun á sérsniðnu námsframboði í samstarfi við fyrirtæki, stofnanir eða félagasamtök. Dæmi um gjöfult samstarf er námið Forysta til framtíðar sem þróuð er í samstarfi við Samkaup, ætlað verslunarstjórum Samkaupa og veitir 12 ECTS einingar sem þáttakendur geta fengið metnar inn í grunnnám Háskólans á Bifröst.

Kynntu þér frábært námsframboð hjá Endurmenntun Háskólans á Bifröst. Nánari upplýsingar eru veittar á endurmenntun@bifrost.is eða í síma 433 3000.