Endurmennt á Bifröst

Háskólinn á Bifröst er með fjölbreytt námskeið í boði fyrir fólk sem vill taka forskot á framtíðina með því að efla þekkingu sína og hagnýta færni.

Námsframboðið spannar annars vegar ECTS einingabær námskeið sem gera kröfu um stúdentspróf eða sambærilega menntun og hins vegar almenn hagnýt námskeið með þverfaglegu sniði.

Háskólinn á Bifröst leggur áherslu á samþættingu fræða og framkvæmdar í kennslu og hefur verið leiðandi í uppbyggingu hagnýts fjarnáms á háskólastigi síðastliðin 20 ár.

Fjarnám gerir þér kleift að bæta við þig námi á þeirri stund og stað sem þér hentar. Sumir skella sér í tíma í þægindum heima í stofu á meðan öðrum hentar betur að sameina nám og útivist og drífa sig í fjallgöngu. 

Kynntu þér frábært námsframboð hjá Endurmenntun Háskólans á Bifröst. Nánari upplýsingar eru veittar á endurmenntun@bifrost.ist eða í síma 433 3000.