21. apríl 2024

Velkomin til starfa

Valgerður Húnbogadóttir hefur verið ráðin alþjóðafulltrúi við Háskólann á Bifröst og bjóðum við hana velkomna til starfa.

Valgerður er með MA í alþjóðasamskiptum frá HÍ og MA í þjóðarrétti frá háskólanum í Osló og BA í lögfræði frá HA. Hún starfaði síðast sem verkefnastjóri erlendra samskipta og bókasafns við Verkmenntaskólann á Akureyri.

Valgerður hefur komið víða við, en hún hefur m.a. starfað sem lögfræðingur hjá Reykjavíkurborg og sinnt réttagæslu umsækjenda um alþjóðlega vernd fyrir Rauða krossinn. Starf alþjóðfulltrúa er hálft stöðugildi.

Er Valgerður boðin hjartanlega velkomin til starfa við Háskólann á Bifröst. Hún hefur störf 2. maí nk.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta