Stjórnvísindi - heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði

Stjórnvísindi er nýtt BA nám, sem hefur að markmiði að búa nemendur undir fjölbreytt störf eða framhaldsnám á breiðum grunni, jafnt innan lands sem erlendis. Háskólinn á Bifröst er eini háskólinn á Íslandi sem býður upp á nám í stjórnvísindum, en það byggir á grunni náms í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði sem hefur verið í boði á Bifröst í 20 ár. 

Sérstaða stjórnvísinda felst í því að veita fjölþætta og gagnrýna þekkingu á gangverki nútímasamfélags, samhliða því að búa einstaklinga undir krefjandi störf á vinnumarkaði og virka þátttöku í þjóðfélagsumræðu. Stjórnvísindi eru þannig góður undirbúningur fyrir margs konar störf, s.s. á vettvangi stjórnsýslu (í ráðuneytum, stofnunum og hjá sveitarfélögum), fjölmiðla, kennslu og mannúðarsamtaka eða við alþjóðastofnanir.

Þá veitir námið einnig góðan grunn fyrir störf á einkamarkaði. Hvað frekara háskólanám snertir, eru stjórnvisindi fyrirtaks undirbúningur fyrir framhaldsnám s.s. í hagfræði, stjórnmálafræði, alþjóðasamskiptum, þróunarfræði, menningarfræði eða heimspeki, auk þess sem námið gagnast einnig vel sem grunnur fyrir stjórnunarnám (t.d. MBA eða MPA).

Stjórnvísindi er 180 ECTS grunnnám.

  • Einstakt nám

    Nám í stjórnvísindum miðar að því að veita víðtæka og fjölþætta þekkingu á gangverki nútímasamfélags auk þess að efla gagnrýna hugsun og búa einstaklinga undir krefjandi störf á vinnumarkaði og virka þátttöku í þjóðfélagsumræðu. Stjórnvísindi eru þannig góður undirbúningur fyrir margs konar störf á vettvangi stjórnsýslu (í ráðuneytum, stofnunum og hjá sveitarfélögum), fjölmiðla, kennslu og mannúðarsamtaka eða við alþjóðastofnanir, svo einhver dæmi séu nefnd. Margir sem útskrifast úr stjórnvísindum starfa einnig á einkamarkaði og hafar sumir stofnað eigin fyrirtæki. Þá eru stjórnvísindi fyrirtaks undirbúningur undir frekara háskólanám, t.d. í hagfræði, stjórnmálafræði, alþjóðasamskiptum, þróunarfræði, menningarfræði eða heimspeki og gagnast einnig vel sem grunnur fyrir stjórnunarnám (t.d. MBA eða MPA).

    Stjórnvísindi er ný námsgrein byggð á heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði og hét áður BA í HHS.

  • Lærðu heima

    Háskólinn á Bifröst er í fararbroddi í fjarnámi, sem gerir þér kleift að vera í námi við HB á þínum forsendum. Áhersla er lögð á einstaklingsbundna nálgun og námsumhverfi er stafrænt og sveigjanlegt. Stafrænt fjarnám er þannig frábær valkostur fyrir fólk sem hentar að vera í sveigjanlegu háskólanámi, vegna vinnu með námi eða af einhverjum allt öðrum ástæðum. Nánar um námið við Háskólann á Bifröst

  • Fyrirkomulag kennslunnar

    Við Háskólann á Bifröst er áhersla lögð á persónulega þjónustu til nemenda. Ánægjukannanir sýna að mikill meirihluti nemenda er afar ánægður með námið og samskipti við kennara og starfsfólk.

    Hverri önn við Háskólann á Bifröst er skipt upp í tvær lotur. Verkefnavinna er stór þáttur í námsmati háskólans og vinna nemendur að verkefnum jafnt og þétt yfir lotur skólaársins.

    Sjö vikur eru í hvorri lotu og ein staðlota, þar sem nemendur hitta kennara og samnemendur og taka þátt í umræðum og hópverkefnum. Önnur sérstaða í kennsluháttum Háskólans á Bifröst eru misserisverkefni eða missó, eins og verkefnin eru gjarnan nefnd. Missó tekur mið af á kennsluaðferð sem kallast lærdómsþróun (e. learning by developing) og miðar að því að auka hæfni nemenda fyrir vinnumarkað að námi loknu. Nánar um námið á Bifröst

  • Framvinda og námslok

    Grunnnám við Háskólann á Bifröst er 180 ECTS fjarnám og geta nemendur að verulegu leyti ráðið námshraða sínum.

    Jafnframt gefst kostur á því að ljúka flestu grunnnámi á tveimur og hálfu ári. Sumarönn er kennd við Háskólann á Bifröst og nemdur geta því lokið 80 ECTS einingum á ári í stað 60. Námskeiðum má þannig að mestu leyti ljúka á fyrstu tveimur námsárunum. Á þriðja ári gera nemendur svo lokaverkefni auk þess að ljúka einingum sem kunna að vera eftir vegna starfsþjálfunar eða valnámskeiða. 

  • Inntökuskilyrði

    Til að geta innritast í námið þurfa nemendur að hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegri menntun t.d. úr Háskólagátt Háskólans á Bifröst.

    Forgangsröðun við inntöku nemenda ræðst af einkunnum.

  • Umsóknarfrestur

    Opið er fyrir umsóknir um nám við Háskólann á Bifröst vegna haustannar 2024 til og með 5. júní nk. 

    Sækja um