Rannsóknir og útgáfa á lögfræðisviði

Dr. Bjarni Már Magnússon, er forseti lagadeildar. Tók hann við embættinu af Elínu H. Jónsdóttur, fagstjóra meistaranáms í viðskiptalögfræði. Dr. Haukur Logi Karlsson er fagstjóri meistaranáms í lögfræði og Unnar Steinn Bjarndal er fagstjóri grunnnáms í viðskiptalögfræði. 

Sérkenni og rannsóknir
Sérkenni lagadeildar Háskólans á Bifröst er áhersla á viðskiptatengdar greinar lögfræðinnar með það að markmiði að styrkja háskólasamfélagið og þjóðfélagið. Sérsvið og rannsóknaáherslur starfsmanna lagadeildar endurspegla þetta sérkenni. Á meðal þeirra sviða sem starfsmenn hafa verið virkir í rannsóknum á má nefna:

  • Þjóðaréttur
  • Hafréttur
  • Samkeppnisréttur
  • Evrópuréttur
  • Stjórnskipunarréttur
  • Vinnuréttur
  • Fjármunaréttur
  • Mannréttindi
  • Réttarfar
  • Stjórnsýsluréttur
  • Réttarheimspeki
  • Fjármálamarkaðsréttur

Starfsmenn lagadeildar eru í virku rannsóknasamstarfi við rannsakendur víða um heim og taka reglulega þátt í helstu vísindaráðstefnum á starfssviði sínu, bæði hérlendis og erlendis. Þeir hafa birt rannsóknarniðurstöður sínar í helstu fræðitímaritum á sviði lögfræði hérlendis, í erlendum tímaritum sem teljast til áhrifaríkra fræðitímarita að mati viðurkenndra alþjóðlegra gagnagrunna, og í bókum og bókarköflum útgefnum af helstu vísindaforlögum heims.

Sókn til framtíðar
Lagadeild Háskólans á Bifröst stefnir á að sækja fram í rannsóknum með aukinni sókn í innlenda og erlenda samkeppnissjóði og með því að bjóða rannsóknamiðuðu starfsfólki upp á framúrskarandi starfsumhverfi til þess að vinna að rannsóknum.