Sérúrræði í námi

Leitast er við að veita nemendum jöfn tækifæri til náms, óháð kynferði, aldri, efnahag, fötlun eða búsetu. Úrræðin miða að því að jafna aðstöðu og tækifæri til náms en fela á engan hátt í sér að dregið sé úr námskröfum.

Skilyrði fyrir sérúrræðum er að fyrir liggi staðfesting viðeigandi sérfræðings á fötlun, hömlun eða sérþörfum. Með fötlun er hér átt við andlega eða líkamlega fötlun, samkvæmt skilgreiningu í 2. gr. laga nr. 59/1992 um málefni fatlaðra. Með sérþörfum er meðal annars átt við sértæka námsörðugleika, veikindi eða ef móðurmál er annað en íslenska.


Hvert skal leita?

Náms- og starfsráðgjöf skólans hefur yfirumsjón með sérúrræðum. Nemendur sem eiga rétt á sértækum námsúrræðum vegna fötlunar, hömlunar, sértækra námsörðugleika og veikinda sem hamla þeim í námi fylla út rafræna umsókn í gegnum þjónustugátt Háskólans á Bifröst.

Athugið að ekki er hægt að afgreiða umsókn nema greining eða vottorð viðeigandi sérfræðings fylgi með. Það getur tekið langan tíma að fá tíma hjá sérfræðingi svo nemendur eru hvattir til að gera viðeigandi ráðstafanir tímanlega. Ef úrræði sem óskað er eftir krefst undirbúnings áður en kennsla hefst er mikilvægt að skila umsókn með góðum fyrirvara.

Um greiningar og vottorð

Greiningar vegna sértækra námsörðugleika:
Framvísa  þarf greiningu frá sérfræðingi, s.s. Logos dyslexíugreiningu, Aston Index lestrargreiningu, GRP 14 greiningarprófi, og ICD greiningarviðmiðum.  Miðað er við að greiningar vegna les-, skrif- eða reikniblindu séu frá efri bekkjum grunnskóla.

Læknisvottorð:
Framvísa þarf vottorði/greiningu frá lækni eða viðeigandi sérfræðingi þar sem eftirfarandi upplýsingar þurfa að koma fram:

  • Hvaða sjúkdóm eða hvers konar fötlun/hömlun er um að ræða.
  • Á hvaða hátt sjúkdómur, fötlun eða hömlun hefur áhrif á andlega og/eða líkamlega getu viðkomandi til að stunda háskólanám.

Meðferð viðkvæmra persónuupplýsinga er í samræmi við lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga nr 77/2000.

Samkomulag um sérúrræði

Sértæk námsrúrræði eru eingöngu veitt eftir faglegt mat námsráðgjafar auk staðfestingar frá viðeigandi sérfræðingi. Algengasta úrræðið er 25% lengri próftími í skriflegum lokaprófum og birtist lengri próftími þegar próf er opnað í Inspera prófakerfinu. Prófin eru almennt tekin í annarri stofu en nemendur með hefðbundinn próftíma. Umsóknum um lengri próftíma skal skila inn í síðasta lagi 2 vikum fyrir upphaf prófaviku. Ef umsókn eða fylgigögnum er skilað eftir þann tíma tekur úrræðið gildi í næstu prófalotu þess skólaárs.

Almennt gildir samkomulag um lengri próftíma í 5 ár frá upphafi náms en ef um (próf)kvíða er að ræða er gert samkomulag í eitt skólaár í senn. Báðir aðilar geta óskað eftir að samningur verði endurskoðaður hvenær sem er.

Málsmeðferð

Náms- og starfsráðgjöf heldur utan um umsóknir um sérúrræði og leitar leiða til að mæta þörfum nemenda eins og kostur er í samstarfi við ábyrgðaraðila námsins sem um ræðir. Komi upp álitamál, vegna óska um úrræði sem annað hvort er óhefðbundið eða verður illa við komið, er málinu vísað til deildarfundar sem afgreiðir málið. Námsráðgjafi skal hafa rétt til setu á fundi þeim sem tekur málið fyrir.

Skólanum er heimilt að synja nemendum um sérúrræði liggi það fyrir með óyggjandi hætti að námið sé þess eðlis að nemandanum sé ókleift að uppfylla stærstan hluta þeirra krafna sem gerðar eru í náminu.

Gagnlegar upplýsingar

ADHD
Lesblinda
Líðan
ADHD samtökinFélag lesblindraHjálparsíminn 1717
Lífið með ADHD

Lesblinda - heimildamynd

Mín líðan

Um ADHD

Lesblind.isSálfræðingar á heilsugæslustöðvum
What Is ADD/ADHD?Lesvefurinn - lesblindGeðhjálp
Góð ráð við ADHD

Lesblindugreiningar

Hugarafl

ADHD greiningar

Hvað eru námsörðugleikar?

Núvitund og slökun

Frægir með ADHD

Atlas Primer - stafrænn einkakennariHvað get ég gert?                         
Atlas Primer - stafrænn einkakennariHljóðbókasafn ÍslandsStreita
ADHD teymi HeilsugæslanSnjallvefjan - tæknin einfaldar lífiðFight Flight Freeze Response