Aðgangsviðmið

Almenn lýsing

Stúdentspróf eða sambærileg menntun af hæfniþrepi 3 er skilyrði fyrir inngöngu í grunnnám við Háskólann á Bifröst.

Æskilegt er að þeir sem sækja um búi yfir grunnhæfni í upplýsingatækni en það þýðir t.d. að geta beitt grunnaðgerðum í ritvinnslu, töflureiknum, leitarvélum, sett saman glærukynningar og notað hugbúnað og forrit sér til stuðnings í námi. Einnig er lögð áhersla á fjölbreyttan orðaforða í íslensku og ensku og hæfni til að geta tjáð skoðanir sínar og rökstutt í ræðu og riti svo gagnist í háskólanámi.