Ný meistaranámslína í þjónandi forystu kynnt 19. febrúar 2019

Ný meistaranámslína í þjónandi forystu kynnt

Góð mæting var á umræðu- og kynningarfund sem haldinn var um nýjar pælingar og verkefni í þjónandi forystu hér á landi þar sem kynnt var ný námslína til meistaragráðu í þjónandi forystu. Tæplega 40 manns mættu á fundinn og tóku þátt í umræðum um þjónandi forystu, sem Dr. Róbert Jack stýrði og hlýddu á kynningu á nýju námslínunni frá Sigrúnu Gunnarsdóttur, Sigurði Ragnarssyni og Vilhjálmi Egilssyni. Fundinum lauk með aðalfundi Þekkingarseturs um þjónandi forystu þar sem fóru fram venjuleg aðalfundarstörf.

Hin nýja meistaralína felur í sér þrjú námskeið um þjónandi forystu og lýkur með meistaragráðu í Forystu og stjórnun með áherslu á þjónandi forystu. Nemendur skráðir í nýju námslínuna taka öll grunnnámskeið innan þjónandi forystu auk þriggja námskeiða sem hvert hefur sérstaka áherslu innan fræðanna um þjónandi forystu. Lögð er áhersla er á hagnýtingu á grunni þekkingar og nýrra rannsókna.

Í námskeiðum um þjónandi forystu er fyrst farið yfir grunnatriði hugmyndafræðinnar þar sem lögð er áhersla á rit Roberts Greenleaf og nýjar rannsóknir, hérlendis sem og erlendis. Næst þjónustuhluti þjónandi forystu skoðaður sérstaklega og rýnt í rannsóknir sem snúa sérstaklega að hlustun, sjálfsþekkingu, sjálfsstyrk og að sýna hugmyndum annara áhuga. Einnig er fjallað um núvitund sem árangursríka leið til að styrkja leiðtogafærni og árangur í starfi. Að lokum er fjallað um mikilvægar hliðar leiðtogahluta þjónandi forystu þar sem framsýni, tilgangur, hugsjón og ábyrgðarskylda eru skoðuð. Þjónandi forysta í stjórnsýslu á Íslandi er skoðuð sérstaklega, bæði innan sveitarstjórna og ráðuneyta.

Kennsla í námslínunni hefst haustið 2019 og hvetjum við alla þá sem hafa áhuga á að læra Forystu og stjórnun til þess að kynna sér þessa nýju og spennandi námslínu.

 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta