Ný bók eftir Ágúst Einarsson um hagræn áhrif ritlistar 27. október 2014

Ný bók eftir Ágúst Einarsson um hagræn áhrif ritlistar

Háskólinn á Bifröst hefur gefið út bókina Hagræn áhrif ritlistar eftir dr. Ágúst Einarsson prófessor og er það fyrsta bókin sem kemur út á íslensku um hagfræði ritlistar.

Mikil efnahagsleg umsvif eru tengd ritlist og er þeim lýst í bókinni og fjallað er um virði, eftirspurn og framboð innan ritlistar, útgáfu og bókasöfn. Jafnframt er rætt um höfundarétt, hlutverk stjórnvalda og opinber framlög til þátta sem tengjast ritlist. Framlag ritlistar til landsframleiðslu er metið en það er umtalsvert. Í bókinni eru lagðar fram tíu rökstuddar, stefnumótandi tillögur til að efla ritlist hérlendis. Bókin er 248 bls. og er mikill fengur að þessari bók fyrir alla sem láta sig ritlist og hið skrifaða mál varða. Bókin er seld í Bóksölu stúdenta.

 

Dr. Ágúst Einarsson er prófessor við Háskólann á Bifröst og fyrrverandi rektor skólans. Hann hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum og var meðal annars alþingismaður og prófessor við Háskóla Íslands og hefur setið í fjölda stjórna og ráða. Ágúst hefur skrifað margar bækur, þar á meðal Greinasafn I og II, Rekstrarhagfræði, Verkefni í rekstrarhagfræði, Hagræn áhrif tónlistar, Hagræn áhrif kvikmyndalistar og Menningarhagfræði en þrjár síðastnefndu bækurnar hafa einnig komið út sem rafbækur. Hann hefur skrifað margar greinar í vísindatímarit um rekstrarhagfræði, sjávarútveg og menningu sem og kafla í bækur og ráðstefnurit og flutt fjölmörg erindi á alþjóðlegum vísindaráðstefnum.

 

 

 

 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta