Málþing um flóttabörn á Íslandi 9. febrúar 2016

Málþing um flóttabörn á Íslandi

Málþing um flóttabörn sem koma til Íslands og stöðu þeirra samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna verður haldið fimtudaginn 11.febrúar næstkomandi, í fundarsal Þjóðminjasafns Íslands við Suðurgötu.

Hugmyndin að baki málþinginu, sem er skipulagt í sameiningu af UNICEF á Íslandi og Lögfræðisviði Háskólans á Bifröst, er að fræða almenning um það hverjar skuldbindingar okkar Íslendinga eru t.d. gagnvart flóttabörnum.

„Flóttafólki í heiminum fjölgar stöðugt og í þeirra hópi eru fjölmörg börn sem biðja um alþóðlega vernd meðal annars á Íslandi. Við erum flest öll meðvituð um neyðina þar að baki en síður meðvituð um það hver réttur flóttafólks er að lögum hér á landi. Í því sambandi hefur mikla þýðingu að Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var lögfestur hér á landi árið 2013," segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, sviðsstjóri lögfræðisviðs Háskólans á Bifröst, sem fer með fundarstjórn á málþinginu.

Frummælendur málþingsins hafa allir þekkingu á málaflokknum ýmist úr starfi eða vegna rannsókna. Málþingið er öllum opið og stendur frá 12-13:30.

 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta