Háskólarnir í óða önn við að setja upp kynningar sínar í Menntaskólanum á Ísafirði. Sjá má Stefan Went, deildarforseta viðskiptadeildar, lengst til vinstri á myndinni.

Háskólarnir í óða önn við að setja upp kynningar sínar í Menntaskólanum á Ísafirði. Sjá má Stefan Went, deildarforseta viðskiptadeildar, lengst til vinstri á myndinni.

14. mars 2024

Háskóladagurinn á Ísafirði

Háskóladeginum lauk formlega í gær á Ísafirði, sem var síðasti viðkomustaður háskólanna í kynningarferð þeirra um landið. Háskólarnir kynntu starfsemi sína á sal í Menntaskólanum á Ísafirði. Umsjón með kynningu Háskólans á Bifröst höfðu Anna Jóna Kristjánsdóttir, forstöðumaður endurmenntunar og háskólagáttar og Stefan Wendt, deildarforseti viðskiptadeildar.

Leikar hjá háskóladeginum hófust sem kunnugt er í Reykjavík, laugardaginn 2. mars sl. og dreifðu háskólarnir sér á milli húsa hjá Háskóla Íslands, Háskólanum í Reykjavík og Listaháskóla Íslands. Háskólinn á Bifröst kynnti í fyrsta sinn námsframboð sitt á öllum þremur stöðum í samstilltu átaki starfsmanna markaðs- og samskiptasviðs, kennara og nemenda.

Frá Reykjavík lá svo leiðin til Egilsstaða, þar sem háskólarnir kynntu námsframboðið hjá sér í Menntaskólanum á Egilsstöðum 7. mars sl. Þar stóðu vaktina fyrir Bifröst með miklum glæsibrag Hlynur Finnbogason, forseti Nemendafélags Háskólans á Bifröst og samnemendi hans Eygló Björg Jóhannsdóttir, en hún er búsett á Seyðisfirði.

Og frá Egilsstöðum var svo haldið til Akureyrar þar sem háskóladagurinn var haldinn í húsakynnum HA þann 8. mars. Akureyringurinn og nemandinn Guðrún Huld Gunnarsdóttir stýrði þar kynningarstafi Háskólans á Bifröst styrkri hendi. Henni til halds og trausts var Jóhanna hjá Candyfloss Akureyri og er óhætt að segja að bláu kandífloss-skýin hennar hafi slegið í gegn hjá gestum háskóladagsins á Akureyri, enda er þarna á ferð skemmtileg eftirlíking af skýinu eða þeirri stafrænu tækni, sem fjarnám hjá Háskólanum á Bifröst byggist á.

Nálgast má nokkrar skemmtilegar myndir af kynningarstöndum Háskólans á Bifröst á háskóladeginum á Egilsstöðum, Akureyri og Ísafirði á FB-síðu skólans.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta