Frumkvöðladagur SSV á Bifröst 9. nóvember 2017

Frumkvöðladagur SSV á Bifröst

Þann 8. nóvember var haldinn Frumkvöðladagur SSV 2017 á Bifröst. Þar var meðal annars úthlutað styrkjum til nýsköpunar- og atvinnumála og hlýtt á erindi frumkvöðla á Vesturlandi. Meðal mælenda voru Karen Jónsdóttir frá Kaja organic, Hraundís Guðmundsdóttir frá Rauðsgili, handverkskona ársins 2017 og Viðar Reynisson Náttskuggi (Ljótu kartöflurnar). Veitt voru frumkvöðlaverðlaun SSV fyrir árið 2017 og hlutu margir frumkvöðlar viðurkenningu fyrir störf sín. 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta