Finndu þitt nám á Háskóladeginum 4. mars 27. febrúar 2017

Finndu þitt nám á Háskóladeginum 4. mars

Háskóladagurinn verður haldinn laugardaginn 4. mars næstkomandi kl. 12-16 og mun Háskólinn á Bifröst kynna framsækið námsframboð sitt bæði í Háskólanum í Reykjavík og á Háskólatorgi í Háskóla Íslands. Á Háskóladeginum gefst einstakt tækifæri til að hitta nemendur og starfsfólk úr öllum deildum háskólans og fá innsýn bæði í námið og daglegt líf í háskólaþorpinu á Bifröst.

Margir hafa fundið sitt nám á Háskóladaginn og því er um að gera að líta við og kynna sér málið. Við hlökkum til að taka vel á móti þér næstkomandi laugardag.

Framsækið nám í þremur háskóladeildum

Við Háskólann á Bifröst er í boði grunn- og meistaranám í viðskipta- laga- og félagsvísindadeild. Í viðskiptadeild er t.a.m. í boði BA nám í viðskiptafræði með áherslu á markaðssamskipti og nú í haust verður í boði nýtt meistaranám í markaðsfræðum. Viðskiptalögfræði með vinnu er kennd við lagadeild og er tilvalin leið fyrir þá sem vilja geta sótt nám á sínum hraða samhliða vinnu og einkalífi. Þá er í boði MBL nám í viðskiptalögfræði sem er t.a.m. hagnýtt og krefjandi nám fyrir stjórnendur í atvinnulífinu sem og afburða kostur fyrir þá sem hafa lokið grunnnámi í lögfræði. Í HHS námi við félagsvísindadeild er fléttað saman heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði og er slíkt nám eingöngu í boði við Háskólann á Bifröst hérlendis. 

 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta