14. apríl 2024

Efla verður netvarnir

Bjarni Már Magnússon, deildarforseti og prófessor og Magnús Árni Skjöld Magnússon, dósent við Háskólann á Bifröst eru ásamt Dr. Gregory Falco við Cornell háskóla, Theodór Gíslasyni hjá Syndis og Johanni Sigholm hjá sænska varnarmálaskólanum höfundar að grein sem fjallar um hvernig bætt samstarf geti aukið netvarnargetu aðildarríkja NATO með sérstaka áherslu á Ísland.

Greinin nefnist The Case for an Icelandic Cyber Exploitation and Defense (ICED) Force for NATO Coalition Operations) og var kynnt á ráðstefnu í Dallas í vikunni sem leið.

Niðurstaða geinarinnar, sem byggir á reynslu annarra Norðurlanda, er sú, að stofnun íslenskrar netvarnarstofnunar (Icelandic Cyber Defense and Exploitation Force) sé nauðsynleg til að styrkja stafrænar varnir Íslands. Slík stofnun myndi senda skýr skilaboð og gefa til kynna skuldbindingu og getu Íslands til að koma í veg fyrir netógnir ásamt samstarfsríkjum sínum í NATO.

Bjarni Már og Magnús Skjöld fjalla um efni greinarinnar í sameiginlegri skoðanagrein á Vísi.

Kemur þar m.a. fram hvernig stafræn hnattvæðing bjóði ekki aðeins upp á áður óþekkt tækifæri og framfarir, heldur einnig ógnir og ákveðið varnarleysi.

Ísland þurfi af þessum sökum að móta heildstæða öryggisstefnu sem miðar að því að vernda og styrkja stafrænt öryggi þjóðarinnar, samhliða því að stuðla að auknu alþjóðlegu samstarfi, sérstaklega við NATO.

Stofnun ICED myndi þannig ekki aðeins efla netvarnargetu Íslands heldur einnig sýna alþjóðlega skuldbindingu Íslands til að vernda stafræna innviði sína. Með samstarfi við NATO og nýtingu alþjóðlegrar þekkingar og auðlinda getur Ísland því tryggt öryggi sitt og lagt sitt af mörkum sem traustur bandamaður í hinum stafræna heimi.

Sjá greinina í heild sinni

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta