Sviðsmyndir og framtíðarfræði

Sviðsmyndir og framtíðarfræði

Námskeiðið er meistaranámskeið í sviðsmyndum og framtíðarfræðum og er ætlað að kynna helstu hugtök og aðferðir framtíðarfræða í tengslum við ólík svið stjórnunar. Lögð verður áhersla á hlutverk framtíðarfræða í tengslum við stefnumótun og nýsköpun almennt. Jafnframt verður fjallað um hagnýt hlutverk framtíðarfræða í tengslum við samfélagsbreytingar og þá ekki síst í sambandi við innleiðingu og framkvæmd Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Fjallað verður um vöktun á drifkröftum og tækifæri og ógnanir er tengjast hverskyns áföllum og straumhvörfum samfélaga. Lögð verður áhersla á sviðsmyndagreiningu en jafnframt aðrar aðferðir kynntar.

Sjá kennsluskrá hér. 

Fyrir hverja, þátttökugjald, forkröfur og einingar

Námskeiðið er fyrir þá sem vilja læra að nýta aðferðir framtíðafræða og sviðsmyndagerðar í stjórnun og stefnumótun

Þátttökugjald er 219.000 kr

Gerð er krafa um að hafa lokið háskólanámi á grunnnámsstigi.

Námskeiðið veitir 6 ECTS einingar á meistarastigi.

Fyrirkomulag

Námskeiðið er kennt í lotubundnu fjarnámi. Námskeiðið er kennt í lotubundnu fjarnámi.Námskeiðið stendur yfir í sjö vikur. Kennsla hefst 22. apríl 2024 og stendur til 31. maí 2024. Námsmat fer fram dagana 3. - 5. júní 2024. 

Þátttakendur taka námskeiðið ásamt nemendum í grunnnámi Háskólans á Bifröst. Þátttakendur geta búist við að verja um 25-30 klukkustundum á viku í vinnu við námskeiðið.  

Kennarar

Kennarar námskeiðsins eru Karl Guðmundur Friðriksson og Sævar Kristinsson

Styrkir

Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi

Umsóknarfrestur

Umsóknarfrestur er til 8. apríl.

Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is.

Hér má sjá nánari upplýsingar um Endurmenntun til eininga við Háskólann á Bifröst

 

Skráning


Skrá mig

Smelltu á hnappinn til að sæka um námskeið í Endurmenntun Háskólans á Bifröst.

 

Svona skráir þú þig á námskeið:

  1. Fylla þarf út umsóknareyðublað í umsóknargáttinni.
  2. Ef þú skráir þig í námskeið með aðgangsviðmið, þarftu að bíða eftir að samþykki berist með tölvupósti.
  3. Til að ljúka við skráningu þarf að ganga frá greiðslu í umsóknargátt og sækja um notendanafn fyrir innra kennslukerfi Háskólans á Bifröst, Uglu https://ugla.bifrost.is. Þar birtast allar upplýsingar um námskeiðið.

Nánari upplýsingar eru veittar á endurmenntun@bifrost.is eða í síma 433 3000.