Stjórnað af list

Stjórnað af list

Flest erum við ómeðvituð um þann sköpunarkraft sem býr í okkur. Það er hins vegar sá kraftur sem liggur að baki framúrskarandi árangri hvort sem horft er til viðskipta, vísinda, rannsókna, menningar, lista eða íþrótta. Skapandi hugsun, metnaður, agi og áræðni leika þar lykilhlutverk. Þessir eiginleikar eru sérstaklega vel þjálfaðir hjá listamönnum og því margt sem má læra af þeim.  Íslenskir tónlistarmenn á borð við Hildi Guðnadóttur, Víking Heiðar Ólafsson, Önnu Þorvaldsdóttur og Daníel Bjarnason, hafa náð undraverðum árangri á síðustum árum og njóta mikillar alþjóðlegrar viðurkenningar. Hver er lykillinn að þeirra frama? Hvað hefur íslensku samfélagi tekist að gera sem ýtt hefur undir og stutt við framþróun þessara listamanna og hvernig getum við tryggt að við höldum áfram sama veg? Hvaða þýðingu hefur sú alþjóðlega athygli sem Íslandi hlotnast fyrir árangur þessara listamanna og hvernig getur íslenskt atvinnulíf nýtt sér þá athygli? Á námskeiðinu verður leitast við að svara þessum spurningum.

Sjá kennsluskrá hér. 

Þátttökugjald, forkröfur og einingar

Þátttökugjald er 219.000 kr

Gerð er krafa um að hafa lokið háskólanámi á grunnnámsstigi.

Námskeiðið veitir 6 ECTS einingar á meistarastigi.

Fyrirkomulag

Námskeiðið er kennt í lotubundnu fjarnámi.Námskeiðið stendur yfir í sjö vikur. Kennsla hefst 22. apríl 2024 og stendur til 31. maí 2024. Námsmat fer fram dagana 3. - 5. júní 2024. 

Þátttakendur taka námskeiðið ásamt nemendum í grunnnámi Háskólans á Bifröst. Þátttakendur geta búist við að verja um 25-30 klukkustundum á viku í vinnu við námskeiðið.  

Kennari

Kennari námskeiðsins er Anna Kristín Einarsdóttir

Styrkir

Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi

Umsóknarfrestur

Umsóknarfrestur er til 8. apríl.

Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is.

Hér má sjá nánari upplýsingar um Endurmenntun til eininga við Háskólann á Bifröst

 

Skráning


Skrá mig

Smelltu á hnappinn til að sæka um námskeið í Endurmenntun Háskólans á Bifröst.

 

Svona skráir þú þig á námskeið:

  1. Fylla þarf út umsóknareyðublað í umsóknargáttinni.
  2. Ef þú skráir þig í námskeið með aðgangsviðmið, þarftu að bíða eftir að samþykki berist með tölvupósti.
  3. Til að ljúka við skráningu þarf að ganga frá greiðslu í umsóknargátt og sækja um notendanafn fyrir innra kennslukerfi Háskólans á Bifröst, Uglu https://ugla.bifrost.is. Þar birtast allar upplýsingar um námskeiðið.

Nánari upplýsingar eru veittar á endurmenntun@bifrost.is eða í síma 433 3000.