Rannsóknir á sviði menningar og skapandi greinum í landsbyggðum

Sumarnámskeið í menningarstjórnun

Hvaða áhrif hafa menning og skapandi greinar (MSG) í landsbyggðum? Hver eru tengsl MSG við nýsköpun? Hvernig verður menningartengd  ferðaþjónustu til? Hvaða áhrif getur einstaklingur haft á nærumhverfi sitt og hvernig getur viðkomandi lagt sitt af mörkum til að setja bæjarfélag á kortið?

Samhengi byggða- og menningarstefnur stjórnvalda verður rýnt. Nemendur kynnast þeirri þróun sem hefur átt sér stað í menningarstefnu á Íslandi undanfarna áratugi, breytingum á stjórnsýslu og stjórnskipulagi menningarmála, gagnagrunnum menningar og skapandi greina og rannsóknum á sviðinu.  Hugtakið nýsköpun verður skoðað sérstaklega og farið yfir gloppurí þekkingu okkar á áhrifum menningar og skapandi greina. Sérstök áhersla er lögð á menningarmál í landsbyggðum með umfjöllun um Sóknaráætlanakerfið, uppruna þess og þróun og hlutverk í menningarstjórnsýslu. Auk þess verður farið yfir hlutverk Byggðastofnunar og aðkomu stofnunarinnar að sviði menningar og skapandi greina.

Skoðað verður hvaða rannsóknaráherslur hafa notið aukinna vinsælda undangengin ár og hvernig nýta má rannsóknir á menningu og skapandi greinum til að auka þekkingu á því sviði í landsbyggðum. Námið býr nemendur bæði undir vinnu hjá hinu opinbera, á einkamarkaði sem og í þriðja geiranum.

Sjá nánar kennsluskrá

Fyrir hverja, þátttökugjald, aðgangsviðmið og einingar

Námskeiðið er eingöngu ætlað nemendum í menningarstjórnun og menningartengdu starfsfólk landshlutasamtaka. Það er hlaut styrk um Samstarfi háskólanna og er þátttakendum að kostnaðarlausu.

Námskeiðið veitir 6 ECTS einingar á meistarastigi.

Fyrirkomulag

Hver fyrirletur í námskeiðinu er 40 mínútur. 
Umræðutímar taka 1 klst. hver.

Valinkunnir sérfræðingar koma að kennslu námskeiðsins, þ.á.m. Anna Hildur Hildibrandsdóttir fagstjóri skapandi greina við Háskólann á Bifröst, Erna Kaaber sérfræðingur í stefnumótun, Erla Rún Guðmundsdóttir verkefnastjóri Rannsóknaseturs skapandi greina, Sæunn Gísladóttir sérfræðingur við Rannsóknamiðstöð HA, og Kjartan Sigurðsson lektor við HA og sérfræðingur á sviði nýsköpunar o.fl.

Umsóknarfrestur og skráning

Umsóknarfrestur er til 8. apríl 2024.

Nánari upplýsingar veitir Anna Hildur Hildibrandsdóttir, sem hefur umsjón með námskeiðinu á annah@bifrost.is.

 

Skráning


Skrá mig

Smelltu á hnappinn til að sæka um námskeið í Endurmenntun Háskólans á Bifröst.

 

Svona skráir þú þig á námskeið:

  1. Fylla þarf út umsóknareyðublað í umsóknargáttinni.
  2. Ef þú skráir þig í námskeið með aðgangsviðmið, þarftu að bíða eftir að samþykki berist með tölvupósti.
  3. Til að ljúka við skráningu þarf að ganga frá greiðslu í umsóknargátt og sækja um notendanafn fyrir innra kennslukerfi Háskólans á Bifröst, Uglu https://ugla.bifrost.is. Þar birtast allar upplýsingar um námskeiðið.

Nánari upplýsingar eru veittar á endurmenntun@bifrost.is eða í síma 433 3000.