Nýir straumar í markaðsmálum

Nýjir straumar í markaðsmálum

Innihald og markmið: Í þessu námskeiði verður farið yfir atriði og ýmsar áskoranir sem markaðsfólk er að takast á við í starfi sínu í dag þar sem nýjungar og áherslur taka hröðum breytingum. Reynt er að fjalla ítarlega um þau viðfangsefni sem eru helst til ný á nálinni og eru enn í mótun. Rætt verður við einstaklinga sem eru framarlega á sínu sviði í einstökum kynningarmálum og þeirra sýn fengin á þróun leiða til framtíðar. Markmiðið er að nemendur fái góða yfirsýn yfir stöðu nýsköpunar í markaðsmálum í dag, öðlist færni í að leita sér upplýsinga og kunni leiðir til að fylgjast með nýjum straumum í markaðsmálum.

Sjá kennsluskrá hér. 

Fyrir hverja, þátttökugjald, forkröfur og einingar

Námskeiðið er fyrir þá sem vilja kynna sér nýjunga í markaðsmálum. 

Þátttökugjald er 164.000 kr

Gerð er krafa um stúdentspróf eða sambærilega menntun, t.d. úr Háskólagátt Háskólans á Bifröst

Námskeiðið veitir 6 ECTS einingar á grunnnámsstigi.

Fyrirkomulag

Námskeiðið er kennt í lotubundnu fjarnámi. Námskeiðið stendur yfir í sex vikur og kennsla hefst 27. maí og stendur til 5. júlí.

Kennari

Kennarar námskeiðsins eru Ágústa Hrund Steinardóttir, Ragnar Már Vilhjálmsson og Vala Dögg Höskuldsdóttir.

Styrkir

Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi

Umsóknarfrestur

Umsóknarfrestur er til 13. maí.

Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is.

Hér má sjá nánari upplýsingar um Endurmenntun til eininga við Háskólann á Bifröst

 

Skráning


Skrá mig

Smelltu á hnappinn til að sæka um námskeið í Endurmenntun Háskólans á Bifröst.

 

Svona skráir þú þig á námskeið:

  1. Fylla þarf út umsóknareyðublað í umsóknargáttinni.
  2. Ef þú skráir þig í námskeið með aðgangsviðmið, þarftu að bíða eftir að samþykki berist með tölvupósti.
  3. Til að ljúka við skráningu þarf að ganga frá greiðslu í umsóknargátt og sækja um notendanafn fyrir innra kennslukerfi Háskólans á Bifröst, Uglu https://ugla.bifrost.is. Þar birtast allar upplýsingar um námskeiðið.

Nánari upplýsingar eru veittar á endurmenntun@bifrost.is eða í síma 433 3000.