20 ára afmælismálþing lagadeildar Háskólans á Bifröst 3. desember 2021

20 ára afmælismálþing lagadeildar Háskólans á Bifröst

Þann 3. desember nk. verður haldið afmælismálþing lagadeildar Háskólans á Bifröst í tilefni af því að tuttugu ár eru nú liðin frá því að laganám hófst við háskólann, þann fyrsta sem kenndi lögfræði utan Háskóla Íslands.

Málþingið er tileinkað minningu Ólafar Nordal heitinnar (f. 1966 – d. 2017) en hún var einn af frumherjum lagadeildarinnar og er það haldið á afmælisdegi hennar.

Dagskráin verður vegleg, en frummælendur eru Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, Kristín Haraldsdóttir framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar og Kristrún Heimisdóttir lektor við lagadeildina. Þá taka þátt í pallborði málþingsins valinkunnir lögfræðingar úr stjórnmálum, opinberri stjórnsýslu og háskólasamfélaginu.

Dagskrá málþingsins og skráning

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta