
Veruleg fjölgun umsókna við Háskólann á Bifröst
Umsóknarfrestur við Háskólann á Bifröst var til 15. júní s.l. Hátt á sjötta hundrað umsóknir bárust og þar af eru hátt í 50% fleiri umsóknir í háskóladeildirnar en á síðasta ári . Í nám á meistarastigi bárust tæplega 170 umsóknir og í grunnnám háskólans bárust tæplega 200. Í Háskólagátt sem er aðfararnám að háskólanámi bárust um 200 umsóknir.
Nýjar námslínur í bæði grunn- og meistaranámi voru settar á fót og hlutu þær mjög góðar viðtökur og sýnileg veruleg fjölgun nemenda næsta skólaár. Næsta haust mun skólinn skipuleggja allt nám í lotubundinni kennslu og sama rennsli verður í staðnámi og fjarnámi. Allir nemendur skólans munu geta nálgast hefðbundna fyrirlestra á netinu og tímar í staðnámi verða þess í stað notaðir til verkefnavinnu og umræðna. Með þessu nýja fyrirkomulegi er Háskólinn á Bifröst að leggja grunn að framtíðinni og innleiða nýjungar í kennsluháttum. Þannig verður nýjasta tækni notuð til að bæta þjónustu nemenda og auðvelda þeim aðgengi að kennsluefni. Nýjir snertiskjáir hafa verið teknir í notkun og verða settir upp í flestum kennslurýmum sem munu nýtast í bæði stað- og fjarnámi.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta