Öflugt samstarf háskólanna um jafnrétti 24. maí 2019

Öflugt samstarf háskólanna um jafnrétti

Samráðsvettvangur jafnréttisfulltrúa háskólanna hittist á vinnufundum tvisvar á ári, en samstarfið hófst 2015. Fundað er til skiptis í skólunum sjö, og núna dagana 23.-24. maí hittist hópurinn á Háskólanum á Bifröst. Til umræðu var m.a skipulag Jafnréttisdaga, sem haldnir verða í febrúar 2020; langtímastarfsáætlun hópsins; og fyrri daginn sóttu forseti og jafnréttisfulltrúi Landssamtaka Íslenskra Stúdenta (LÍS) fund samráðsvettvangsins og ræddu aukið samstarf á næstu árum.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta