Nýnemadagar

Nýnemadagar grunn- og meistaranema við Háskólann á Bifröst eru 19. ágúst nk. kl. 09:00-16:00

Við hvetjum alla nýnema til að taka daginn frá og mæta á Bifröst.

Reynsla okkar hefur sýnt að nemendur sem mæta eru fljótari að læra á kerfin, kynnast samnemendum og kennurum og gengur betur að koma sér í hópastarf.

Skólinn opnar kl. 09:00 og það verður heitt á könnunni.

Skólasetning er kl 09:15 í Hriflu sem er aðalkennslusalur skólans.

Dagskrá nýnemadags verður auglýst síðar.

Nýnemadagar háskólagáttar eru 12.-13. ágúst

Á föstudeginum kl. 11 verður skólasetning. Eftir hana fáið þið kynningu á kennslufyrirkomulagi, þjónustu skólans og leiðsögn um kennslukerfi sem þið notið í náminu. Eftir kynninguna verður hópefli og nýnemaferð. Deginum lýkur svo með dagskrá í umsjón nemendafélags.

Á laugardeginum verður kennsla í námskeiðinum Upplýsingatækni og Leiðin mín í lífinu.

Nýnemaferð á föstudeginum verður farin í Kraumu. Við förum þangað með rútu. Í Kraumu förum við í böðin og borðum svo kvöldmat.