Ný vefsíða nemendafélagsins opnuð 11. október 2018

Ný vefsíða nemendafélagsins opnuð

Nemendafélag Háskólans á Bifröst (NFHB) hefur opnað nýja og glæsilega vefsíðu þar sem m.a. má kynna sér allt það helsta sem framundan er hjá félaginu auk þess að lesa Bifrestinginn, nýtt fréttabréf NFHB. Vefsíðuna má finna hér.

Félagar nemendafélagsins höfðu í nógu að snúast nú í vor og sumar við að koma upp nýrri og bættri aðstöðu fyrir nemendur sem nú hefur verið tekin í gagnið. Þar er hægt að slappa af, fara í foosball, pílukast, borðtennis og fleira auk þess að sækja ýmsu afþreyingu. Næst er framundan próflokafögnuður þar sem andi níunda og tíunda áratugarins verður í hávegum hafður og verðlaun veitt fyrir glæsilegasta búninginn.

Nemendafélag Háskólans á Bifröst (NFHB) er félag allra nemenda við Háskólann á Bifröst. Allir nemendur skólans eru sjálfkrafa meðlimir félagsins og þurfa ekki að borga félagsgjöld. NFHB er hagsmunafélag nemenda og starfar í þeirra umboði og þágu þeirra bæði innan og utan skólans. Félagið stendur fyrir fjölbreyttu félagslífi og skipuleggur viðburði og uppákomur fyrir nemendur við Háskólann á Bifröst.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta