Ný bók eftir Ágúst Einarsson um heilbrigðismál 4. apríl 2019

Ný bók eftir Ágúst Einarsson um heilbrigðismál

Komin er út bók, Íslensk heilbrigðismál í alþjóðlegu samhengi eftir dr. Ágúst Einarsson prófessor emeritus. Þetta er fyrsta bók sinnar tegundar á Íslandi þar sem fjallað er ítarlega um íslensk heilbrigðismál, þeim lýst og þau greind í alþjóðlegu samhengi. Íslensk heilbrigðismál eru meðal annars borin saman við heilbrigðismál á öðrum Norðurlöndum og á alþjóðavísu. Fjölmargar tölulegar upplýsingar eru í bókinni. Sérstaklega er sagt frá stöðu aldraðra og áskorunum tengdum þeim í framtíðinni. Bókin er 360 blaðsíður og ríkulega skreytt ljósmyndum auk skýringarmynda og taflna. Í lokakaflanum eru lagðar fram tillögur til úrbóta í íslensku heilbrigðiskerfi. Höfundur hefur umfangsmikla þekkingu á efninu og setur það fram á auðskiljanlegan hátt. Útgefandi er Háskólinn á Bifröst. Bókin er tileinkuð Bjarna Pálssyni, fyrsta landlækni Íslendinga, en í ár eru 300 ár liðin frá fæðingu hans.

Ágúst Einarsson

Dr. Ágúst Einarsson er prófessor emeritus við Háskólann á Bifröst og fyrrverandi rektor skólans. Hann gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum í samfélaginu og var meðal annars alþingismaður. Ágúst hefur skrifað fjölda bóka, flutt erindi og birt greinar í tímaritum, bókum og ráðstefnuritum. Hann var prófessor við Háskóla Íslands í tæpa tvo áratugi, varaforseti samtaka evrópskra fræðimanna um frumkvöðla og lítil og meðalstór fyrirtæki og er nú formaður ráðgjafarnefndar Hafrannsóknastofnunar.

 

 

 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta