Máttur kvenna fyrir allar konur 16. ágúst 2017

Máttur kvenna fyrir allar konur

Máttur kvenna er 11 vikna nám fyrir konur sem vilja öðlast þekkingu og færni í rekstri fyrirtækja. Námið er haldið á vegum símenntunar Háskólans á Bifröst og hefur hefur átt miklum vinsældum að fagna en hafa nú rúmlega 800 konur útskrifast úr náminu.

Ásta María Ástvaldsdóttir lauk nýverið námskeiðinu Máttur kvenna. Ásta er fædd árið 1966 og býr í Vestmanneyjum. Þar rekur hún ásamt eiginmanni sínum, fyrirtækið Grímur kokkur sem hefur verið starfrækt síðan 1996. Hefur Ásta sinnt ýmsum störfum fyrir fyrirtækið, allt frá framleiðslu til skrifstofustarfa en hún starfar alfarið á skrifstofunni í dag. Ásta hafði áhuga á því að styrkja sig í starfi og fór því að kynna sér hvað væri í boði. Mikið framboð var af kvöldnámskeiðum þar sem var jafnvel kennt 3 – 4 sinnum í viku en það er afar óhentugt fyrir fólk utan af landi.

,,Við vorum hópur sem var á aldrinum 30-57 ára og er þetta námskeið algjörlega fyrir allan aldur hvort sem þú ert að byrja og vilt stofna eigið fyrirtæki eða vilt styrkja þig í starfi.”

Ásta segir námskeiðið hafa verið mjög gott, vel upp sett og það hafi hentað henni mjög vel að taka námið í lotum. Námið hefur nýst henni mjög vel í starfi en hún er mun öruggari í öllu því sem hún tekur sér fyrir hendur t.d. að skrifa út reikninga, aðkomu að hönnun á umbúðum, í samskiptum við starfsfólk eða viðskiptavini, við lestur ársreikninga og hefur auk þess mun betri skilning á bókhaldi.

,,Fyrir þær sem eru að hugsa um að fara á þetta námskeið vil ég fyrst og fremst segja að aldur er afstæður og við getum allar bætt við okkur þekkingu. Í mínu tilfelli þá er þetta búið að vera ótrúlega fræðandi, mjög skemmtilegt og mikil áskorun á sjálfa mig.”

Næsta námskeið í Mætti kvenna hefst þann 15. september næstkomandi og má nálgast allar helstu upplýsingar hér. 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta