Teitur er lengst til vinstri á myndinni.

Teitur er lengst til vinstri á myndinni.

4. janúar 2019

Mannabreytingar á markaðssviði

Teitur Erlingsson hefur verið ráðin til starfa sem samskiptastjóri við markaðssvið skólans. Teitur hefur hafið störf en hann tekur við starfinu af Maríu Ólafsdóttur sem fer í fæðingarorlof 1. febrúar og Lilju Björg Ágústsdóttur sem hefur verið ráðin sem verkefnastjóri kennslu við skólann.

Samskiptastjóri hefur m. a. forystu í markaðsmálum, sér um samstarf við aðila skólans, vinnur frétta og kynningarefni fyrir skólann, veitir ráðgjöf vegna efnis sem sent er í nafni skólans, heldur utan um heimasíðu skólans og sér um ritstjórn á henni, ber ábyrgð á innri markaðsmálum, fylgist með upplýsingaflæði skólans, viðburðastjórnun og fleira.

Teitur lauk B.A. gráðu í Heimspeki, hagfræði, og stjórnmálafræði frá Háskólanum á Bifröst nú um áramótin. Á meðan hann var nemandi við skólann vann hann með markaðsdeildinni við kynningar á skólanum á ýmsum vettvangi sem og að sinna ýmsum trúnaðarstöðum fyrir skólann og Nemendafélag Háskólans á Bifröst. Teitur starfar einnig í dag sem varaformaður Landssamtaka íslenskra stúdenta.

Á sama tíma og við bjóðum Teit velkominn til starfa þá óskum við Maríu alls hins besta þegar  bumbubúinn lætur sjá sig og Lilju í nýju starfi. 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta