Laganemar flytja mál sín í Héraðsdómi Reykjavíkur 13. desember 2018

Laganemar flytja mál sín í Héraðsdómi Reykjavíkur

Nemendur á námskeiðinu Málflutningur & skjalagerð við félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Bifröst fluttu fyrir skömmu lokaverkefni sín á námskeiðinu fyrir framan þrjá dómara. Lokaverkefnið fólst í því að undirbúa rekstur einkamáls, gera stefnu og greinargerð og flytja loks málin munnlega fyrir Héraðsdómi Bifrastar. Nemendur og kennarar á námskeiðinu voru svo lánsöm að fá sal í Héraðsdómi Reykjavíkur og tókst flutningur málanna vel. 

,,Laganám á Bifröst byggir að miklu leyti á verkefnavinnu nemenda. Nemendur leysa mörg raunhæf verkefni á hverju misseri og á þessu námskeiði reyndum við að skapa eins raunverulegar aðstæður og kostur var á. Nemendur lögðu sig fram og í lang flestum tilfellum tókst undirbúningur og flutningur málanna vel. Við teljum að þetta sé árangursrík aðferð í lagakennslu og viljum halda áfram á sömu braut og jafnvel auka framboð sambærilegra verkefna," segir Unnar Steinn Bjarndal, hrl. og lektor við Háskólann á Bifröst og bætti við að nemendur hefðu mætt vel undirbúnir til leiks og lagt sig alla fram. 

Háskólinn á Bifröst var fyrstur íslenskra háskóla til að bjóða upp á þverfaglega námsgráðu í lögfræði með BS námi í viðskiptalögfræði. Þar fléttast saman tvær hagnýtar námsgreinar þannig að úr verður fjölbreytt og krefjandi nám sem þjónar hagsmunum atvinnulífsins einkar vel. Í boði er BS í viðskiptalögfræði og MBL eða ML gráða í  viðskiptalögfræði og er hvoru tveggja kennt í fjarnámi. Kynntu þér allt um námið hér.

 

 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta