Krefjandi rekstrarnám fyrir konur í fjarnámi 11. desember 2018

Krefjandi rekstrarnám fyrir konur í fjarnámi

Máttur kvenna er 11 vikna námskeið fyrir konur sem vilja öðlast þekkingu og færni í rekstri fyrirtækja. Námið er haldið á vegum símenntunar Háskólans á Bifröst og hefur átt miklum vinsældum að fagna en nú hafa útskrifast um 1000 konur úr náminu. Næsta námskeið í Mætti kvenna hefst 18. janúar 2019 og skráningarfrestur er 20. desember 2018. Allar nánari upplýsingar um námskeiðið má nálgast hér.

,,Það sem mér finnst standa upp úr var að kynnast öllum þeim flottu konum sem sóttu námskeiðið. Þetta voru konur á öllum aldri, með ólíka menntun og reynslu. Það er ómetanlegt að geta deilt hugmyndum og fá ráðleggingar frá konum sem eru í svipuðum hugleiðingum. Fyrir þær sem eru að hugsa um að taka námskeiðið Máttur kvenna vil ég bara að segja að þetta er frábært tækifæri fyrir konur með viðskiptahugmynd eða þær sem eru nú þegar í viðskiptarekstri til þess að styrkja sig enn frekar,“ Helga Ósk Hannesdóttir, stofnandi Pottery Krús.

„Mjög fannst sniðugt hvað þetta er stutt nám og eins að það sé í fjarnámi. Sölu- og markaðsfræði nýtist mér sérstaklega vel við að markaðssetja mig betur og eiga enn betri samskipti við viðskiptavini,“ Erla Þórdís Traustadóttir eigandi Fjallhalla Adventures.

„Ég var mjög ánægð með námið sem var skemmtilegt og krefjandi. Máttur kvenna er góð undirstaða fyrir þig ef þú hyggur á að stofna fyrirtæki eða fara af stað í rekstri. Eins ýtir það við manni að hugsa inn á við og er virkilega gott til að auka sjálfstraust,“ Halla Ólafsdóttir, einn eigenda veitingastaðarins Svörtu fjörunnar.

„Tengslanetið sem myndast á Bifröst er í raun og veru gull,“ Sirrý, fjölmiðlakona og stundakennari við Bifröst, kennir framsækni og tjáningu í Mætti kvenna.

Á myndinni gefur að líta hluta þeirra kvenna sem útskrifuðust nú á haustönn.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta