Góð aðsókn í nám á vorönn við Háskólann á Bifröst 3. janúar 2018

Góð aðsókn í nám á vorönn við Háskólann á Bifröst

Mjög góð aðsókn er í nám á vorönn 2018 við Háskólann á Bifröst en ríflega hundrað umsóknir hafa borist. Formlegum umsóknarfresti lauk þann 10. desember síðastliðinn en umsóknir eru enn að berast skólanum og farið verður yfir þær allar. Mest aukning er á umsóknum í meistaranám en búast má við töluvert fleiri innritunum nú á vorönn en á sama tíma fyrir ári síðan.
 
 „Háskólinn á Bifröst hefur verið í góðri sókn síðustu árin og er í fararbroddi í fjarnámi á Íslandi. Allt meistaranám hjá okkur er kennt í fjarnámi og hentar því mjög vel fyrir einstaklinga á vinnumarkaðnum sem hafa hug á því að stunda nám samhliða vinnu. Við erum með fjölbreyttar námslínur sem höfða til margra og ánægjulegt að sjá hve góð viðbrögð við erum að fá,“ segir Sigrún Jónsdóttir framkvæmdastýra kennslu og þjónustu við Háskólann á Bifröst.
 
Allar nánari upplýsingar um nám við Háskólann á Bifröst má nálgast á heimasíðu háskólans hér.
 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta