Auglýst eftir náms- og starfsráðgjafa frá 1. ágúst 30. apríl 2018

Auglýst eftir náms- og starfsráðgjafa frá 1. ágúst

Náms- og starfsráðgjafi

Við auglýsum eftir náms- og starfsráðgjafa tímabundið til eins árs í fullt starf frá og með 1. ágúst nk. vegna afleysinga.

Helstu verkefni og ábyrgð

Náms- og starfsráðgjafi stendur vörð um velferð nemenda, veitir þeim stuðning, ráðgjöf og upplýsingar varðandi náms- og starfsval. Hann veitir þeim einnig ýmis konar stuðning til að auka námsárangur auk þess að aðstoða og leiðbeina við gerð ferilskráa. Sérstakt verkefni þar sem unnið er gegn brottfalli nemenda er á höndum náms- og starfsráðgjafa. Hann heldur námskeið fyrir nemendur sem snúa m.a. að námstækni og tímastjórnun. Náms- og starfsráðgjafi starfar innan kennslusviðs.

Hæfni og menntunarkröfur

Leitað er eftir einstaklingi sem hefur rétt til að kalla sig náms- og starfsráðgjafi skv. lögum nr. 63/2006. Lögð er áhersla á sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði í starfi, áhuga og áreiðanleika.

Með umsókn þarf að fylgja afrit prófskírteina og staðfesting á starfsréttindum.

Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um starfið.

Búseta á Bifröst eða í Borgarfirði er æskileg.

Umsóknarfrestur er til og með 22. maí nk. Umsóknir og fyrirspurnir um starfið skal senda á netfangið kennslustjori@bifrost.is

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta