Skráning tölvu á netið

Vinsamlegast athugið!!
Þið getið skráð vélarnar ykkar heima hjá ykkur í gegnum linkinn/tengilinn hér fyrir neðan áður en þið komið á skólasvæðið, og þá þurfið þið ekki að gera það á staðnum og sleppið því lið nr. 1.

1. Byrjað skal á því að tengjast þráðlausa netinu í skólabyggingunni og velja netið Gestir. Það net er öllum opið og þarf ekki lykilorð til þess að tengjast, en er með miklum notkunartakmörkunum. Ekki vista þetta net í tölvunni ef spurt er að því við tengingu.

2. Síðan er farið inná skráningarsíðuna hér (Skráningarsíða) þar sem nemandinn skráir sig inn með sama notendanafni og lykilorði og notað er á innranet skólans. Þá birtist síða sem veitir aðgang að skráningu á mac addressu (svokallað physical address) vélarinnar.  Ath. að hvert netkort hefur mac addressu og það þarf að skrá þau netkort sem ætlunin er að nota. Ef nota á bæði þráðlaust net og snúrunet, þá þarf að skrá mac addressu beggja netkortanna.

Þetta er svo endurtekið fyrir snúrunetkortið ( Local Area Network adapter )

3. Finna Mac addressu vélarinnar.

Til þess að finna mac addressu á netkorti, þá er best að ýta á START/RUN (í windowsXP) eða START/SEARCH (í Windows Vista/Windows7), skrifa CMD í gluggann og ýta á ENTER. Í svarta gluggann sem kemur upp er skrifað IPCONFIG /ALL og ýtt á ENTER. Þá koma á skjáinn upplýsingar um IP tölur og Physical Address á öllum kortum í vélinni og lítur einhvernveginn svona út: ( dæmi um þráðlaust netkort, wireless lan adapter )

                 Windows IP Configuration

 Wireless LAN adapter Wireless Network Connection:

    Media State . . . . . . . . . . . : Media connected

    Connection-specific DNS Suffix  . :

    Description . . . . . . . . . . . : Intel(R) WiFi Link 5300 AGN

    Physical Address. . . . . . . . . : 00-21-6A-1C-B5-07

    DHCP Enabled. . . . . . . . . . . : Yes

    Autoconfiguration Enabled . . . . : Yes


Það á að skrá rauðu tölurnar, og sett er strik eða tvípunkur á milli með tveggja stafa bili eins og sést hér fyrir ofan (ef mac addressan birtist ekki sjálfvirkt í glugganum) og velja „Skrá Tölvu“.

Athugið að skráningin verður virk á næsta heila tíma eftir skráningu. Eftir það, þarf að aftengjast þráðlausa netinu Gestir og tengjast þráðlausa netinu Nemendur. 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta