Sálfræðiþjónusta

Háskólinn á Bifröst býður öllum nemendum upp á sálfræðiþjónustu, þeim að kostnaðarlausu. Þjónustan er miðuð að þörfum hvers einstaklings og er fullum trúnaði heitið.

Sálfræðingur veitir stuðningsviðtöl en ekki er um hefðbundna sálfræðimeðferð að ræða. Nemendum standa fjögur viðtöl til boða á hverri önn. Sálfræðingur aðstoðar viðkomandi einstakling við að finna viðeigandi úrræði utan skólans, telst mál hans vera þess eðlis.

Sálfræðingur er með skrifstofu á annarri hæð í eldri byggingu skólans og á skrifstofu skólans í Borgartúni. Viðtöl fara fram á mánudögum á milli 9-15 í Borgartúni eða í gegnum fjarfundarbúnað og á fimmtudögum á milli 9-15 á Bifröst eða í gegnum fjarfundarbúnað. Einnig býður sálfræðingur upp á 6 vikna fjarhópmeðferð í hugrænni atferlismeðferð á föstudögum á milli 9-11.

Hægt er að bóka tíma hjá sálfræðing í gegnum netfangið salfraedingur@bifrost.is. Ef nemandi á bókað viðtal við sálfræðing en kemst ekki í viðtalið, þarf nemandi að afbóka sig í gegnum tölvupóst með sólarhrings fyrirvara. Ef nemandi afbókar ekki og mætir ekki í viðtalið, telst viðtalið með í fjölda viðtala sem nemanda stendur til boða yfir önnina.

 Náms- og starfsráðgjafi við skólann getur einnig vísað málum áfram til sálfræðings.

Ástdís Pálsdóttir Bang
Sálfræðingur
salfraedi hjá bifrost.is
S. 433 3132

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta