Skráning á sumarönn 2021

Á sumarönn 2021 er úrsagnarfrestur úr námskeiðum til 5. maí. Ef nemandi skráir sig úr námskeiði eftir þann tíma hefur hann fyrirgert rétt sínum til lækkunar á skólagjöldum. Ef nemandi eykur við sig einingar, þannig að hann hækki um þrep, eftir að nám er hafið er gefinn út aukareikningur ef einingafjöldi fer á milli þrepa. Eindagi á aukareikningi skal vera 10 dögum eftir útgáfu reiknings.

Nemendum er bent á að senda tölvupóst á viðeigandi verkefnastjóra ef þeir vilja skrá sig í eða úr námskeiðum utan skráningartíma.


Sólveig Hallsteinsdóttir

haskolagatt@bifrost.is

felagsvisindadeild@bifrost.is

lagadeild@bifrost.is


Helena Dögg Haraldsdóttir

vidskiptadeild@bifrost.is


Guðrún Olga Árnadóttir

meistaranam@bifrost.is


Skólagjöld á sumarönn 2021


Háskólagátt

Í Háskólagátt eru engin skólagjöld en innritunargjöld fyrir sumarönn er 57.000 kr.


Grunnnám

Skólagjöld eru innheimt fyrir einingaþrep innan annar.  Innritunar- og staðfestingargjald er 115.000 kr. og dregst frá skólagjöldum.

Einingar á önnSkólagjöld
1-8142.000
9-16176.000
17-22213.000
23>284.000


Meistaranám

Skólagjöld í meistaranámi eru innheimt fyrir hverja skráða einingu. Nemendur sem eru í opnu meistaranámi greiða eftir sömu gjaldskrá og nemendur í meistaranámi.

Skólagjöld á einingu eru 22.534.

Innritunar- og staðfestingargjald er 121.000 kr. og dregst frá skólagjöldum.


Skólagjöld skólaárið 2021-2022Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta