Tveggja herb. íbúðir

Bjarkarhraun og Einihraun

Íbúðirnar eru hugsaðar fyrir pör eða einstæða foreldra. Bjarkarhraun og Einihraun eru raðhús á tveimur hæðum. Í hvoru húsi um sig eru 8 tveggja herbergja íbúðir. Íbúðirnar eru 52,3 til 55,8 fm að stærð.Í Bjarkarhrauni eru geymslur í hverri íbúð en í Einihrauni er sameiginleg geymsla fyrir 16 íbúðir.

 

 

Reynihraun og Víðihraun

Reynihraun og Víðihraun eru  raðhús á einni hæð með 8 íbúðum hvort. Íbúðirnar eru  43 til 52 m2 að stærð. Í tveggja herbergja íbúðunum er eitt svefnherbergi, stofa og eldhús í einu rými og snyrting.  Geymsla er sameiginleg fyrir 8 íbúðir í Reynihrauni og Víðihrauni.

 

 

Hægt er að leigja allar íbúðirnar með eða án húsbúnaðar og húsgagna. Tenging er fyrir þvottavél í hverri íbúð.