Íbúaráð

Hlutverk Íbúaráðs er að gæta hagsmuna og öryggis íbúa á Bifröst. Ráðið skal m.a. koma fram fyrir hönd íbúanna gagnvart sveitarfélaginu Borgarbyggð og öðrum opinberum aðilum. Fulltrúi Íbúaráðs hefur áheyrnaraðild að Háskólaráði.

Íbúaráð tekur ýmist upp mál að eigin frumkvæði eða bregst við erindum eftir því sem við á frá íbúum á staðnum, Háskólanum á Bifröst og starfsmönnum hans eða utanaðkomandi aðilum . Íbúaráð getur efnt til funda um mál, gert ályktanir og beint tillögum sínum til Háskólans á Bifröst og starfmanna hans, sveitarfélagsins eða annarra opinberra stofnana og ennfremur til íbúa á Bifröst.

Íbúaráð skal m.a. fjalla um staðarbraginn á Bifröst og hvernig hægt er að stuðla að fjölbreyttu, skemmtilegu og ábyrgu mannlífi á Bifröst sem rímar vel við helstu gildi Háskólans: frumkvæði, samvinnu og ábyrgð. Markmiðið er að öllum íbúum líði vel á Bifröst og eigi gæfuríka og eftiminnilega dvöl á staðnum.

Stjórn Íbúaráðs skal skipuð þremur mönnum. Þar af er einn kosinn af nemendum, einn kosinn af starfsmönnum Háskólans á Bifröst sem búa á staðnum og einn valinn af Háskólaráði eftir tilnefningu rektors. Formaður stjórnarinnar er valinn af rektor úr hópi stjórnarmanna.  Stjórn er valin á hverju hausti til eins árs í senn.

Stjórn Íbúaráðs setur upp eftir þörfum vinnuhópa vegna einstakra mála eða starfsnefndir til að fjalla um viðameiri málaflokka.

Fyrir tímabilið 2016-2017 eru eftirfarndi í stjórn íbúarráðs:

Ingólfur Arnarson, formaður, valin af Háskólaráði.

Íris Gunnarsdóttir, valin af starfsmönnum Háskólans á Bifröst.

Jónas Halldór Sigurðsson, valin af nemendum.

Hægt er að koma málefnum á framfæri við Íbúaráð hér

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta